Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 16
138
MENNTAMÁL
ungis milli þessa þrenns: skylduvinnu, máltíða og svefns.
Allflestir eiga yfir nokkrum tómstundum að ráða til
tilbreytingar, hvíldar, ástundunar sérstakra áhugamála —
0g því miður á stundum sér til tjóns.
Átta stunda vinnudagurinn hafði í för með sér tómstund-
ir til handa iðnverkafólki. Jafnlöngum vinnudegi verður
b'rátt komið á í landbúnaði, og gefast sveitafólkinu þá
einnig tómstundir. Þriggja vikna orlof, sem kemur til
framkvæmda í Noregi fyrsta skipti á þessu ári, eykur
einnig á tómstundirnar. Jafnframt þessu eru mjög á döf-
inni tillögur um að lækka hámark starfsaldurs í ýmsum
starfsgreinum. Flóknar vélar og hagkvæmari vinnuað-
ferðir hafa í för með sér aukna þörf á ungu starfsfólki
(innan fertugsaldurs). Eldra fólkið verður því smátt og
smátt að taka að sér einfaldari störf, eða það verður að
láta af störfum með fullum eftirlaunum, ef þess er kost-
ur. Félagsfræðingar á árunum milli styrjaldanna kváðu
því stundum svo að orði, að sönnu í vísvitandi öfgatón,
að eftirlaunaaldurinn mundi á alræðistímum tækninnar
hefjast um fertugt, þá mundi allur fjöldinn öðlast hinar
miklu tómstundir lífs síns ásamt þeim miklu vandamálum
bæði efnahagslegum og félagslegum, sem þeim yrðu sam-
fara. Hér er mikil hætta á ferðum. Félagsfræðingarnir með
Max Weber í broddi fvlkingar andvörpuðu á þessa lund:
,,Guð sé oss náðugur, ef þetta fólk, sem öðlast hvíld ellinn-
ar á unga aldri, kann ekki með tómstundir sínar að fara!
Guð hjálpi okkur, ef fólk um þrítugt hefur þá ekki lært
að meta manngildi þeirra, sem eldri eru! Þá verður að
hefjast handa um alvarlegan undirbúning til þess að mæta
þessum vanda.“
Jafnvel þótt við leggjum ekki verulegan trúnað á boð-
skap þessara svartsýnismanna, er hér um málefni að ræða,
sem vert er að gera sér grein fyrir í tæka tíð. Þetta er
vandmeðfarið mál. Hér er þörf á aðstoð almannavaldsins.
Og hér eiga hin miklu samtök innan þjóðfélagsins mikið