Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 8
130
MENNTAMÁL
virzt það ærið óraunhæfur hugarburður um þær mundir.
Hans biðu þó verkefni, sem nær lá að leysa. Á þessum tíma
var hinn mikli timburskáli, skólahúsið, kyntur með kola-
ofnum og lýstur með olíulömpum. Var honum næsta ljóst,
í hve glæfralegum umbúðum fjöldi ungmenna var þar
geymdur, enda hafði hurð stundum skollið nærri hælum.
Sigurður linnti ekki látum, fyrr en miðstöðvarhitun og
raflýsing hafði verið sett í skólahúsið. Hafa kunnugir
sagt mér, að fé til þeirra aðgerða hafi eigi legið laust fyrir.
En valdamönnum lands var víst aldrei auðveld undankom-
an, þegar sá mikli málafylgjumaður, Sigurður Guðmunds-
son, knúði á dyr þeirra í nauðsynjaerindum skóla síns.
Hefði verið nógu gaman að eiga ritaða frásögn af þeim
viðskiptum, enda hafði Sigurður oft við orð að færa hana
í letur.
Annað stórræðið, sem Sigurður réðst í, skömmu eftir að
hann fluttist norður, var að hefja menntaskólakennslu
fyrir gagnfræðinga. Luku fyrstu nemendur, sem notið
höfðu fullrar kennslu til stúdentsprófs á Akureyri, því
prófi vorið 1927. En þeir urðu að sigla til Reykjavíkur til
þess að ganga undir próf. Haustið eftir gerðust þau tíðindi,
að skólinn öðlaðist réttindi til að brautskrá stúdenta. Er
mér minnistæður fögnuðurinn, sem fór um bekki, þegar sá
boðskapur var fluttur úr öndvegi skólans.
Aðra áfanga, sem Sigurður náði í baráttu sinni fyrir
vexti og viðgangi skólans, má helzta telja stofnun stærð-
fræðideildar og smíði nýs og mikils heimavistarhúss, sem
er að vísu ekki lokið enn.
Kennslustundir Sigurðar Guðmundssonar eru meðal
ánægjulegustu stunda, sem mér hefur auðnazt að lifa. Mér
hefur því oft orðið að renna huganum til þeirra og spyrja
mig, í hverju ágæti þeirra hafi verið fólgið. Svörin verða
helzt á þá leið, að höfuðforsendan hafi verið atgervi kenn-
arans, fjör og fjölbreytni anda hans og auðlegð tilfinninga-