Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 22
144 MENNTAMÁL inu áður og höfðu nú innritazt í aðra skóla, gagnfræða- skóla og framhaldsskóla í Ósló — eftir allri siðvenju er það stórum hærra metorðastig en nám í barnaskóla. — Þess- ir unglingar beiddust þess heitt og innilega að mega halda áfram í handavinnuflokkunum á Ruselökka frá vetrinum áður. Ég verð að játa það nú, að þessi vitnisburður um lifandi áhuga af hálfu nemendanna, gladdi mig meira en ég vildi kannast við. Þetta var gild sönnun þess, að við vorum á réttri leið. Að sjálfsögðu var tekið við þessum nemendum. Þessar fáu tilraunir áttu svo mikilli hylli að fagna, að fræðsluráð Óslóar lagði til, að veittar yrðu 100 þús. kr. síðast liðið skólaár til sams konar starfsemi í öllum skólum borgarinnar. Því miður skar bæjarstjórnin þessa upphæð niður í 40 þús., svo að lítið kom í hlut hvers skóla. Þó var hafizt handa síðast liðið haust í öllum skólum Ós- lóar. Meðal annars var öllum lesstofum haldið opnum fimm daga vikunnar fyrir nemendur, sem þörfnuðust griðar- staðar við heimavinnu sína. Ég skal ekki þreyta menn á að rekja öll smáatriði þessarar starfsemi. 1 Kaupmannahöfn, Gautaborg og Stokkhólmi hafa menn komizt langt á þess- ari braut, og hún hefur hlotið ríflegan fjárstyrk frá yfir- stjórn fræðslumálanna. Ákjósanlegt væri, að nemendurnir bæru sjálfir ábyrgðina á þessari starfsemi, tækju við stjórninni á flokkunum og semdu áætlanir um aukningu hennar, en umsjónarmaðurinn — kennarinn, leiðbeinand- inn — drægi sig sem mest í hlé og léti þá aðeins til sín taka, þegar þess væri bein nauðsyn. í ýmsum greinum hefur það tekizt að koma á slíkri stjórn nemendanna, en í öðrum virðist þurfa að hafa svipað snið og á náms- skeiðum. Frá þessu starfi síðast liðið skólaár ætla ég aðeins að nefna einstök dæmi. Leirkerasmíðin var svo eftirsótt, að engin tök ætluðu að reynast á því að verða við umsókn- unum. Meginhluti þess fjár, sem var til ráðstöfunar, fór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.