Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 29
menntamál
151
kenndir. Þá eru börn, sem þjást af sálrænu misræmi
(psykopati), sem dregur úr námsgetu, þó að margir þætt-
ir greindarinnar séu góðir og traustir. Loks verður að
nefna þau börn, sem búa við svo óhollar heimilsástæður,
að þær raska eðlilegu innra samræmi og há námi barnsms.
Langflestum þessara barna má hjálpa að verulegu leyti,
ef réttum aðferðum er beitt. Sé þeim aftur á móti ekki
sinnt sérstaklega, magnast ágalli þeirra í einhverri mynd
og þroskinn verður þá minni en efni stóðu til. Þá verða
börnin sjálfum sér ónóg, en um leið veik fyrir freisting-
um, viðnámslaus gagnvart fordæmi misjafnra félaga. 1
óleyfilegum verknaði finna þau eins konar huggun og bót
fyrir þann vansa að standa jafnöldrum sínum að baki í
skólanum. Rangt og ófullnægjandi uppeldi afbrigðilegra
barna er því ein af uppsprettum hinna tíðu afbrota barna
og unglinga.
Á uppeldismálaþinginu í sumar og á 8. landsþingi Kven-
félaga sambands íslands, sem haldið var um líkt leyti,
komu fram raddir um stofnun félagsskapar, sem ynni að
hinum margvíslegu viðfangsefnum í uppeldi afbrigðilegra
barna. Nú hefur fyrsta deild þessa félags verið stofnuð:
Rumaverndarfélag Reykjavíkur. Sú er von okkar, sem að
stofnun þessa félags stöndum, að hliðstæð félög verði
stofnuð sem víðast á landinu, en síðan gangi þau öll í
samband og starfi sameiginlega að lausn þessa mikla
vandamáls. í lögum félagsins segir svo:
2. gr. — Markmið félagsins er:
a. að vinna að almennri barnavernd,
b. að vinna að verndun og uppeldi vanheilla og annarra
afbrigðilegra barna,
c. að hjálpa börnum og unglingum, sem framið hafa lög-
brot, eða eru á annan hátt á glapstigum.
3. gr. — Markmiði sínu hyggst félagið að ná:
a. með fræðslustarfsemi í ræðu og riti,