Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 39
menntamál
161
í einstökum orðum, sem ekki væru notuð í sömu merkingu
beggja megin hafsins og skildu ekki alltaf hvorir aðra,
sem ljóst væri af viðræðum á þessum fundum. Ýmis-
legt fleira bar á góma í þessu sambandi, sem ekki eru tök
á að rekja hér, að sjálfsögðu í gamansömum tón. Við not-
uðum yfirleitt aldrei súrt edik á ræðuborði okkar. Þessum
orðum mínum var tekið með vinsemd og athugun og spunn-
ust meiri umræður. Töldu sumir mjög gott að fá að horfa
á sjálfa sig eins og aðrir sæju þá. Dr. Carr, ritari sam-
bandsins, mæltist til þess snemma á þinginu, að ég skrif-
aði grein um þingið í amerískt tímarit, sem hann hafði
umboð fyrir. — Ég færðist undan, fannst of vandasamt
að skrifa um samkomu, sem bar svo stórkostlegt nafn.
Hann kvaðst hafa gaman af, að einhver fulltrúi frá smærri
þjóðum segði það, sem honum dytti í hug um slíkt þing.
Síðar sá ég eftir að hafa hafnað þessu. Því að þess verður
oft vart, að stærri þjóðir vilji gjarna heyra raddir frá
smærri félögum sínum, sem ekki hafa tekið þátt í stór-
pólitískum átökum.
Menn kunna nú að spyrja, hver beinn árangur hafi orðið
af málaundirbúningi og málameðferð yfirleitt á þinginu.
Allmiklum fróðleik hafði verið þarna safnað saman og
eru þegar nokkur verðmæti í honum. Við umræðurnar
kom í ljós, að málin lágu misjafnlega vel fyrir átökum
sambandsins eins og sakir standa. Og vart verður gengið
fram hjá því, að þingið bar í sér nokkurn tilraunablæ þess
eðlis, að leitað væri að, hverjum málum væri tiltækilegast
að starfa að fyrst um sinn. Þess hafði verið vænzt, að sam-
bandið næði þegar í stað samvinnu við UNESCO, sem þá
var raunar í mótun, um sum þessara áðurnefndu mála.
Þetta hefur því miður ekki tekizt nema að litlu leyti ennþá.
Liggja því þessi dagskrármál flest enn í frekari athugun.
Á ársþingi WOTP í Bern s. 1. júlí var ég einnig fulltrúi
frá Islandi með kjöri frá stjórn SÍB og sem áheyrnar-
fulltrúi frá Landssambandi framhaldsskólakennara. Þing-