Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 4

Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 4
126 MENNTAMÁL kom mér það ljóst í hug, þegar ég las frásögn Lárusar Rists, er hann kom á barnsaldri í heimsókn á æskuheimili Sigurðar, að hið hlýja hjartaþel, sem Sigurður var gæddur öðrum mönnum fremur, hafi ekki verið upp komið fyrst með honum, það hafi átt sér dýpri rætur og lengri sögu. Móðir Sigurðar tók Lárusi af slíkri alúð, að hann hafði aldrei þvílíku kynnzt. Sigurður sagði mér, að hann hefði þegar í bernsku hneigzt mjög að lestri fornsagna, og hefðu þá sumar per- sónur þeirra læst sig í huga hans, eins og þær stæðu í fullu fjöri frammi fyrir honum. Nefndi hann sérstaklega til Víga-Glúm. — Sigurður var kominn af barnsaldri, þegar hann settist í latínuskólann. Þakkaði hann þá ráðabreytni að verulegu leyti séra Birni Jónssyni presti að Bergsstöð- um, síðar prófasti að Miklabæ. Hafði hann hvatt foreldra hans mjög til þessa. — Alltaf skildist mér það á Sigurði, að honum hafi ekki fallið skólavistin alls kostar vel í geð, að hann hafi ekki kennt þar af hálfu kennara þeirrar um- hyggju, sem hann taldi æskilega til heilbrigðs þroska. And- rúmsloftið hafi verið þar furðukalt og þurrt. Ég get þessa, af því að mér er grunur á, -að í því felist nokkur skýring á því, hverja stefnu hann tók í kennslu sinni og skólastjórn. — 1 skóla bar hann mjög af öðrum piltum að kunnáttu í íslenzku máli og bókmenntum, að því er sagði mér skóla- bróðir hans, Þórður Sveinsson yfirlæknir. Hins vegar taldi Sigurður, að stærðfræði og náttúrufræði hafi lítt legið fyr- ir sér. Stúdentsprófi lauk hann 1902 með hárri fyrstu eink- unn. Að námi loknu í latínuskólanum sigldi Sigurður til Kaupmannahafnar og lagði stund á norræn fræði við há- skólann þar. Hann átti þó fleiri áhugamál en þau að lesa og nema til prófs. Hann mun hafa ástundað það af kappi að kynna sér og fylgjast með stefnum og straumum í andlegu lífi Norðurálfunnar á þeim tíma, og mátti gjörla finna, að hann hafði orðið fyrir djúptækum áhrifum þaðan. Þó að hann ynni mjög íslenzkum menntum, var hann enginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.