Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 60

Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 60
182 MENNTAMÁL dettur honum eitthvað ráð í hug. Starfsmenn útvarpsins eiga að hafa eitthvað tiltækt efni í forföllum annara. Vafasömum fallmyndum bregður við og við fyrir. Örfá dæmi. „Ég held að þér séuð farinn að slá mig gullhamra.“ Stólpar höfðu losnað. „En það var ekki langrar stundar verk að festa þeim aftur.“ „Yður virðist ætla að lifa æfin- týralífi.“ „Ef þér verðið vör við eitthvað grunsamt hérna uppi, getið þér gert mig aðvart.“ „Jóhannes var aldrei lengi að vefja fyrir sér hlutina“. „Það langar mig til,“ sagði Gunnar. „Hún var klædd í hvítum kjól úr dýrasta silki.“ „Hefði honum verið áfram um að ná tali af henni, hefði hann getað“ o. s. frv. „Já, ef ég megnaði þess." Atviksliðir koma stundum þannig fyrir, að mér skilst merking þeirra önnur en ég hefi vanizt. Einkum eru orðin ofan í látin tákna dvöl en ekki hreyfingu. Dæmi: „Hund- arnir námu staðar hjá mógröf. Þar ofan í sat Guðmundur í forinni.“ Þar var fullt af trékössum, „sem sýndi það, að ræningjarnir hefðu ekki orðið til ofan í göngunum“. Askur með þykkum baunum og þrír vænir spaðbitar ofan í. Tvöföld neitun í sömu setningu virðist óviðfelldin. „Við þetta bættist óttinn um það, að straumhraðinn ykist enn meir og að ef til vill væru fossar í ánni, eins og ekki er ósjaldgæft í ám í Afríku.“ „Nefndin á að koma í veg fyrir, að Þjóðverjar framleiði elcki hergögn." Tilvísunarsetningar eru algengar í málinu. í málfræði- bókunum er vakin athjrgli á því, að tilvísunarfornafnið vísi skýrt á rétta liði í aðalsetningunni. Á því verður stundum misbrestur, enda hafa þess konar málgallar orðið efni í margar skrítlur. — Þó vakir fyrir mér að minnast á annað í sambandi við tilvísunarsetningar. Mér skilst, að þær séu stundum gerðar að eins konar „hortittum“ í máli, einkum með því að innleiða þær með það er. Dæmi: Það eru margir, sem líta svo á o. s. frv. — Nóg er að segja: Margir líta svo á o. s. frv. Tvær málsgreinar úr þýddri bók set ég hér til athugunar: „Það var einhver, sem togaði í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.