Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 31

Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 31
menntamál 153 þau börn, sem þegar eru út í villuna komin, ala þau upp til að verða dugandi starfsmenn og nýtir þegnar, sem verði sjálfum sér nógir og orðið geti öðrum til eftirbreytni. Við erum þess fullviss, að okkur Islendingum mun auðn- ast þetta, engu síður en öðrum menningarþjóðum, ef við aðeins hefjumst handa og byrjum í alvöru á raunhæfu starfi. Sú þekking, sem sálarfræði nútímans veitir á af- brigðilegum börnum, og sú reynsla, sem fengin er um upp- eldi þeirra, má ekki lengur vera okkur íslendingum hul- inn og glataður fjársjóður. Við verðum að reisa hentug uppeldisheimili, sem verði nytsamir vinnuskólar þeim börnum, er leiðzt hafa út í afbrot, óreglu, lauslæti eða aðra áþekka spillingu. I þessum börnum lifir manndómsneisti, ef okkur aðeins tekst að glæða hann, vekja þeim vilja til starfs og dygða. Barnaverndarfélagið vill hvetja til þessa starfs og jafnframt stuðla að því, að það verði sem bezt og viturlegast unnið. Ekki kallar hitt síður að, að tekin verði upp sérstök kennsla handa þeim börnum í skólum, sem ekki hafa við- unandi not af venjulegu skólanámi og drepið var á hér að framan. Þessum umbótum þarf að hrinda í framkvæmd með sameiginlegu, hnitmiðuðu átaki. Það er í senn mann- úðarskylda og hagfræðileg nauðsyn. Afbrigðileg börn ýmissa tegunda geta numið þekkingu og öðlazt verkleikni, ef námsefni og námsaðferð eru frá byrjun sniðin við þeirra hæfi. I íslenzkum skólum skipta þau börn hundruðum, sem ekki ná eðlilegum þroska við hið almenna nám, en gætu tekið miklum framförum, ef námsefni og kennsluaðferðir samsvöruðu námsgetu þeirra. Þá yrðu þau sjálf hamingju- samari og farsælli, og um leið nýtari og betri þegnar í þjóðfélaginu. Til þessa sérstaka kennslustarfs vantar sérmenntaða kennara. Ef kennsla afbrigðilegra barna hér á landi á að verða annað en kák, þurfa ungir, áhugasamir kennarar, hseði konur og karlar, að fara utan og nema við góðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.