Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 49
MENNTAMÁL
171
breytt í það horf, að meira verði miðað að trúarlegri upp-
byggingu nemendanna en verið hefur.
í þessu efni þarf kennaraskólinn að vera brautryðjandi.
Kristindómskennslan þar þarf fyrst og fremst að miða að
því að vekja og efla trúna og að veita nemendunum sem
gleggstan skilning á því hvað er rétt kenning og hvað röng
að dómi Biblíunnar. Æfingakennslan þarf að veita kenn-
araefnunum meiri aðgang að erlendum kennslubókum,
tækjum og aðferðum til þess að glæða áhuga þeirra og víð-
sýni og sömuleiðis þyrfti að útvega góðar handbækur og
önnur hjálpargögn. Kristileg uppeldis- og sálarfræði þyrfti
einnig að fá meira rúm í kennslunni en verið hefur.
Kennslubækur þær, sem notaðar eru í barnaskólunum,
þyrfti nauðsynlega að endurbæta, bæði að því er snertir
efnisval og niðurröðun efnis. Sögulegt samhengi rofnar í
seinni hluta fyrsta heftis, og frásagnir eins og köllun
Jesaja hverfur í efni, sem börnunum er algjörlega ofviða,
og ýmsar af þeim frásögnum, sem voru í Biblíusögum Sig-
urðar Jónssonar, eða aðrar við barna hæfi hefðu frekar
átt að vera í þessu hefti, en kaflar þeir, sem þar eru teknir
upp úr ritum gamla testamentisins. Skiftingin milli ann-
ars og þriðja heftis virðist algert handahóf. Eðlilegast
hefði verið að annað heftið hefði náð að hvítasunnu, og
að síðan hefði tekið við kirkjusöguágrip við barna hæfi.
Um kafla þá, sem teknir eru upp úr ritum N. T., gildir
sama og um kaflana úr G. T., að ég tel vafasaman ávinn-
mg að þeim.
Það vantar tilfinnanlega kver í þessar kennslubækur
barnaskólanna, og hefði verið ákjósanlegast, að börnin
eignuðust með því N. T. eða Biblíu, sem þau lærðu að nota
með leiðbeiningum kennarans. Önnur kennslugögn s. s.
vinnubækur, kort og myndir væri að sjálfsögðu æskilegt
að fá sem fyrst. En eins þýðingarmikið og það er að hafa
góðar kennslubækur og önnur þau gögn, sem til kennsl-
unnar þarf, þá varðar þó æfinlega mestu, hvernig maður-