Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 64

Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 64
186 MENNTAMÁL hér kringum 1920. — Bjarni frá Vogi barðist gegn út- breiðslu hans og átti góðan þátt í því, að nokkur stöðvun varð á útbreiðslunni. — í öðru lagi flutti Árni Pálsson skörulegt erindi um málið. Taldi hann tízku þá í ósamræmi við íslenzkt mál og þjóðarsið. Síðan hefir verið hljótt um málið. Ættarnöfnum hefir eitthvað f jölgað síðan, en ekki verið mikil brögð að fjölgun- inni. — Þó skaut ættarnafnamálinu upp í blaði einu fyrir tveim árum eða svo. Var þar heitið á þjóðina að taka al- mennt upp ættarnöfn. Átti það að gerast minningu Guð- mundar Kambans til virðingar, með því að hann hefði haft áhuga á þessu. Mig furðaði það mest, að þessi uppástunga skyldi koma í kvennablaði. Konurnar eru að sækja fram til almennrar þátttöku í ýmsum málum þjóðfélagsins. Er gott eitt um það að segja. — En kynlegt virðist það, ef þær vilja sam- hliða fela nöfnin sín, verða „lepparnir", sem fylgja „goð- unum“ eða „týna sjálfum sér og deyja ættum sínum“ eins og Ólöf frá Hlöðum komst að orði, að konurnar breyttust „beint móti vonum, þá bónda síns föður þær verða að s onum.“ Óviðfelldið er það, að íslenzk kona nefni sig og skrifi son, hvort sem það er miðað við tengdaföður eða eitthvað annað. — Hattaverzlunin Hólmfríður Hélgason er ekki íslenzka, þó að orðin séu íslenzk. — Ég vil skjóta því hér inn í, að ég lít svo á, að svonefnd ættarnöfn, sem enda á son séu málspjöll í íslenzku. Algeng- ast er það enn, að t. d. Páll Helgason þýði það, að maður- inn heiti Páll og sé sonur Helga. En nú hafa allmargir rugl- að hugtakið, svo að þetta getur eins þýtt, að Helganafnið sé lengra sótt, til afa, langafa eða enn lengra. Svo eigi meira um það. Vík ég svo aftur dálítið að konunum og ættarnöfnun- um. Samkvæmt útlendri venju er gift kona nefnd ættar- nafni manns síns — og „týnist" þannig ætt sinni að nafn- inu til. — Kemur það svo á eftir, að skírnarnafnið hverfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.