Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 36

Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 36
158 MENNTAMÁL ur er tekinn að ryðja sér til rúms, að erfitt sé að ákvarða, hvaða aldursstig skuli teljast öðrum æðra á menntunar- braut manna, og að í starfi allra kennara sé mjög margt sameiginlegt. Og þar eð ég hef alllengi undanfarið starfað að kennslu bæði fullorðinna og barna (í Kennaraskólanum) samtímis, gengur mér ávallt illa að skilja, hvernig menn fara að hugsa sér einhver breið stéttaskil milli framhalds- skólakennara og barnakennara. í álitum um þau mál, sem áður voru nefnd, gat að líta umsagnir frá kennarasamböndum ýmissa landa, sem leitað hafði verið til. Öll þessi mál voru síðan tekin til umræðu, hvert eftir annað, á fundum þingsins í London, sem háð var í salarkynnum allsherjar-kennarasambandsins enska, 23.—29. júlí. Fulltrúar hvers einstaks sambands, sem for- ■ystu höfðu um athugun hvers máls, fylgdu því með fram- sögu. Síðan voru frjálsar umræður. Fulltrúar með atkvæð- isrétti voru eitthvað um 40. Auk þess ýmsir áheyrnar- fulltrúar frá samböndum, sem ekki voru komin það langt að ganga formlega í sambandið. Mjög fróðlegar voru um- ræðurnar oft og tíðum, og frjálslegar voru þær, stundum tæplega nógu formlegar, fannst mér. Voru sem flestir hvattir til að taka til máls. Næstum undantekningarlaust talaði hver maður stutt, en vék beint að málefninu. Menn leyfðu sér samt að viðhafa nokkur gamanyrði til þess að létta skapið. Áreitni eða hártoganir eða kapp um það að eiga síðasta orðið átti sér ekki stað. Slíkar leikreglur á umræðufundum er vert að geta um. Rétt tel ég að geta þess elnnig hér, að ég hef hlýtt á allmarga umræðufundi í skól- 'im erlendis, aðallega Bretlandi. Þar og í Sviss hef ég einn- ig tekið þátt í umræðufundum á stúdentamótum, þar sem margar þjóðir voru saman komnar. Þaðan er sömu sögu að segja. Undraðist ég oft, hve gagnort og prúðmannlega menn sögðu sína skoðun og settust síðan niður í einu vetfangi, til þess að sá næsti gæti komizt að. Stuttar leið- réttingar og aths. eru og gerðar sárinda- og gremjulaust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.