Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 65

Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 65
MENNTAMÁL 187 líka og henni er tileinkað nafn manns hennar. — Ekki þarf annað en líta í íslenzku blöðin frá Ameríku til að fá sýnishorn af þessu tagi. Þar má sjá hjóna getið þannig, að þau heita t. d. Mrs. og Mr. eða frú og herra — Þórður (eða með Th.) Thorláksson. Ætti þessi nafnamenning að þróast hér á landi, mundi sækja í sama horfið og annars staðar. — Eftir nokkra áratugi þætti ef til vill nauðsynlegt að færa nöfnin í Lax- dælu í nýjan búning til samræmis við málvenju þess tíma. Þá yrði t. d. Guðrún frá Laugum, „fædd Ósvífursdóttir“, Helgason eftir fyrstu giftingu, Ingunnarson eftir aðra, Þorleiksson eftir þriðju og Eyjólfsson eftir fjórðu gift- ingu. En hvort hún yrði Eyjólfsson, Ösvífursdóttir eða Ósvífursson á dánardægri, er ekki gott að segja. íslendingar vilja almennt meta þjóðerni sitt og þjóðar- erfðir. En dýrmætasti arfurinn er íslenzk tunga. „ástkæra, ylhýra málið“ (J. H.) og „veglegi arfurinn, sem á að ávaxtast gegnum kyn vort og starf sem sterkasti þáttur þjóðarbandsins.“ (E. B.) Vitanlega er ekki öllum jafnlagið að láta íslenzkuna fá þann „þrótt og snilld í orða hljómi“, sem Stgr. Th. kveður um. En að sjálfsögðu ættu allir, sem mál sitt virða og unna því, að fara svo vel með það í ræðu og riti, sem þeir eru færir um. Þar með fylgir það að forðast þau útlend áhrif, sem málspjöllum valda. Hrafl það, sem ég hefi skrifað á þessi blöð, er sprottið af áhuga á meðferð móðurmálsins. Vera má, að sumum virðist það ádeilukennt í ýmsum atriðum. — Mér getur og missýnzt um eitt eða annað. — Vilji einhver sýna fram á það, gæti það orðið til að skýra málið fyrir mér og öðrum. Þá gætu athugasemdir mínar orðið til gagns. Hitt skiftir minna máli, þó að ég hlyti við það þann áfellisdóm, að ég væri sá „grammatíkus“, sem hirti spörð í stað berja, eins og Stgr. Th. segir í einni af stökum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.