Menntamál - 01.12.1949, Side 65

Menntamál - 01.12.1949, Side 65
MENNTAMÁL 187 líka og henni er tileinkað nafn manns hennar. — Ekki þarf annað en líta í íslenzku blöðin frá Ameríku til að fá sýnishorn af þessu tagi. Þar má sjá hjóna getið þannig, að þau heita t. d. Mrs. og Mr. eða frú og herra — Þórður (eða með Th.) Thorláksson. Ætti þessi nafnamenning að þróast hér á landi, mundi sækja í sama horfið og annars staðar. — Eftir nokkra áratugi þætti ef til vill nauðsynlegt að færa nöfnin í Lax- dælu í nýjan búning til samræmis við málvenju þess tíma. Þá yrði t. d. Guðrún frá Laugum, „fædd Ósvífursdóttir“, Helgason eftir fyrstu giftingu, Ingunnarson eftir aðra, Þorleiksson eftir þriðju og Eyjólfsson eftir fjórðu gift- ingu. En hvort hún yrði Eyjólfsson, Ösvífursdóttir eða Ósvífursson á dánardægri, er ekki gott að segja. íslendingar vilja almennt meta þjóðerni sitt og þjóðar- erfðir. En dýrmætasti arfurinn er íslenzk tunga. „ástkæra, ylhýra málið“ (J. H.) og „veglegi arfurinn, sem á að ávaxtast gegnum kyn vort og starf sem sterkasti þáttur þjóðarbandsins.“ (E. B.) Vitanlega er ekki öllum jafnlagið að láta íslenzkuna fá þann „þrótt og snilld í orða hljómi“, sem Stgr. Th. kveður um. En að sjálfsögðu ættu allir, sem mál sitt virða og unna því, að fara svo vel með það í ræðu og riti, sem þeir eru færir um. Þar með fylgir það að forðast þau útlend áhrif, sem málspjöllum valda. Hrafl það, sem ég hefi skrifað á þessi blöð, er sprottið af áhuga á meðferð móðurmálsins. Vera má, að sumum virðist það ádeilukennt í ýmsum atriðum. — Mér getur og missýnzt um eitt eða annað. — Vilji einhver sýna fram á það, gæti það orðið til að skýra málið fyrir mér og öðrum. Þá gætu athugasemdir mínar orðið til gagns. Hitt skiftir minna máli, þó að ég hlyti við það þann áfellisdóm, að ég væri sá „grammatíkus“, sem hirti spörð í stað berja, eins og Stgr. Th. segir í einni af stökum sínum.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.