Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 67

Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 67
MENNTAMÁL 189 Ég mun ekki eyða miklu rúmi til þess að ræða skemmti- atriðin, þótt ég telji slíkt mikilsvert fyrir kennara og skólalíf. Þó get ég ekki annað en dáðst að því, hversu þetta fullorðna fólk gat skemmt sér við tiltölulega ein- falda leiki. Verð ég að segja, að slíku á ég ekki að venjast hér heima og tel löndum mínum heldur til hnjóðs. Ferða- lögin ber vitanlega ekki að telja til skemmtunar eingöngu, heldur voru þau um leið stórfróðleg. Farið var til háskóla- borgarinnar Oxford, en þar leiðbeindu tveir esperantistar skólafólkinu. Þeir voru starfsmenn við háskóla einn í borg- inni og því hinir ákjósanlegustu fylgdarmenn. Ferð þessi var mér sérstaklega ánægjuleg og fróðleiksrík, þar eð ég hafði áður þegið boð esperantiskra stúdenta í Cambridge, og gafst mér nú gott tækifæri til samanburðar og upp- rifjunar á því, sem ég hafði áður séð. Ég veit ekki hvort fleirum fer sem mér, að við lestur venjulegra landafræðisbóka fæ ég aðeins ófullkomna mynd um mjög vel þekkta staði. Ég hef t. d. alltaf hugsað mér Oxford og Camebridge þekktar fyrir einstaka háskóla. Ég var því ekki lítið undrandi, er ég sá fyrir mér heil hverfi háskólabygginga, mötuneyti og garða, og þegar ég var heilan dag leiddur frá einni háskólabyggingu til annarar. I nánu sambandi við háskólana eru kapellur og kirkjur, og eru mér þeirra minnistæðastar The Kings College Chapel í Camebridge og Christ Church í Oxford. Ekki ætla ég mig hæfan til að lýsa þessum mikilfenglegu og fagurlega skreyttu byggingum, en læt öðrum fúslega í té að gera til þess misheppnaðar tilraunir. Mér þykir líklegt, að óvíða komi jafn skýrt í Ijós hinn alkunnu þjóðareinkenni Breta, vanafesta og kirkjurækni, sem í háskólum þessum. Skal til þess nefna, að í mötu- neytum allra þeirra háskóla, sem ég sá, var borðaskipun nákvæmlega eins. Borð stúdenta eftir endilöngu gólfi og borð prófessora á upphækkun þvert fyrir innra enda. Ekk- ert hefur heldur verið gert til þess að fjarlægja hinn gamla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.