Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 7

Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 7
MENNTAMÁL 129 hyglisverðara sem Sigurður er sennilega almesti og snjall- asti kennari og jafnvel skólastjóri, sem þjóð vor hefur eign- azt. Hann sagði mér eitt sinn, að þegar hann hóf kennslu, hefði sér fundizt hann vankunnandi um allt, sem til þess starfs þurfti. Hann hafi jafnvel ekki kunnað málfræði að gagni. En það var ekki að skapi Sigurðar að káka við það, sem hann tók sér fyrir hendur. Hann varði miklum tíma og orku til að búa sig undir starfsgrein sína og aflaði sér rita um hana. Meðan Sigurður átti heima í Reykjavík hið fyrra sinn, stundaði hann ritstörf jafnframt kennslunni. Þá ritaði hann t. d. hina miklu ritgerð um Matthías áttræðan og grein sína um Gunnar á Hlíðarenda, sem mikla athygli vakti. Má hiklaust þá þegar telja hann einn þeirra manna, sem helzt sindraði af í andlegu lífi þjóðarinnar. Hann tók einnig nokkurn þátt í almennum málum. M. a. var hann formaður skólanefndar barnaskólans. Leynir sér ekki í fundargerðum skólanefndarinnar, að þar var kominn nýr maður, maður, sem undi ekki lognmollu eða kyrrstöðubrag. Hans naut þar að vísu skammt, en það stóð gustur af til- komu hans, og sá gustur virðist hafa blásið talsverðum lífs- anda í skólahald höfuðstaðarins. Árið 1921 verða þáttaskipti í lífi Sigurðar Guðmunds- sonar. Hann gerist skólameistari Gagnfræðaskólans á Ak- ureyri, og við það starf mun hann jafnan verða kenndur. Ef ég man rétt, komst hann eitt sinn að orði á þá lund, að það hafi verið furðuleg ráðabreytni, að hann skyldi verða skólameistari þar gegn vilja ráðherrans, sem veitti stöð- una, og gegn sjálfs sín vilja. Og baráttulaust var sú ákvörð- un eigi tekin. Hann óttaðist, að þá yrði hann á bak að sjá þeim óskadraumi, sem hann hafði jafnan alið með sér, að gerast rithöfundur. En Sigurður gekk ekki hálfvolgur eða tvískiptur að þessu starfi, er hann hafði tekið það að sér, og hann dreymdi þar einnig drauma. Hann ætlaði sér að leiða menntaskólamálið til sigurs. Mun ýmsum hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.