Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 62

Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 62
184 MENNTAMÁL systur, sem eiga heima í Reykjavík um hátíðina.“ „Verður að hafa á honum sterkar gætur, því að hann sækist eftir að drepa sig af alefli." Niðurlag á þýddri smásögu hljóðar svona: „Og eftir að hafa dvalið þar (í Hollywood) eina klukkustund var hann trúlofaður hinni fögru Dorothy King, sem verður að skoð- ast eins konar met í ástamálum. Og þannig endar sagan. En ég verð bara að geta þess, að myndin sem um ræðir hefir konan mín teiknað, og til þess að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig ekki, að ég sendi ekki mynd til þeirra, sem kunna að fella ástarhug til hennar.“ — Svo mörg eru þau orð. Áður en ég skil við þetta mál, langar mig til að víkja stuttlega að vissum atriðum í íslenzku máli, sem þó mun ekki verða vinsælt hjá öllum að minnst sé á. Á ég hér við þéringar og mannanöfn. Það fyrnefnda er ekki nýtilkomið, en siðurinn að ,,þéra“ mun þó fremur hafa færzt í aukana á síðari tímum. I dönsku málfræðinni eftir Fr. Mikkelsen er komizt svo að orði, að Danir hafi tekið það upp eftir þýzkri fyrirmynd að nota De, Dem og Deres í ávörpum við eina persónu. Ekki er ólíklegt, að íslendingar hafi tekið siðinn upp eftir Dön- um. Með hliðsjón af þessu liggur nærri að segja, eins og Hannes Hafstein sagði um þerriblaðið með lítið breyttu orðalagi: „Frá Dönum og Þjóðverjum gæfan oss gaf þann gullvæga siðinn að þéra.“ Þér og yður er óeðlilegt mál í viðtali við einn mann. Fleirtölumerking fornafnanna veldur sífelldum ruglingi í orðalagi. Sögnin verður jafnan í fleirtölu, en fylgiorð henn- ar ýmist í eintölu eða fleirtölu. Auk þess bregður því stund- um fyrir í bókum að skiftast á þú, þig, þér og yður í sam- tölum sömu manna. Rithöfundurinn eða þýðandinn gleymir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.