Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 19
MENNTAMÁL
141
því að koma á fót lestrarstofum í Ósló og öðrum bæjum.
Þessum lesstofum barnaskólanna var séð fyrir hentugu
bókasafni, góðu húsnæði og aðbúnaði. Börnin gátu komið
þangað tvö kvöld í viku. Þar lásu þau oft eða unnu það,
sem þeim var sett fyrir að gera heima, eða gerðu eitthvað
annað sér til dundurs. Sum kvöldin komu 150 börn í einn
skóla.
Einstakir kennarar komu af stað ýmiss konar félags-
starfsemi í sambandi við lesstofurnar, stofnuðu félög frí-
merkjasafnara, taflfélög o. fl. Dæmi voru til, að börnum,
sem hug höfðu á efnafræðitilraunum, var smalað saman í
frjáls samtök í því skyni að stunda slíkar tilraunir, og gaf
það góða raun. í mörgum skólum voru stofnaðir leikflokk-
ar — ekki sízt í Sagene-skóla. I sama skóla var unglingum
safnað saman til handavinnu á kvöldin. Og yfirleitt má
segja, að um allt landið hafi mikið verið gert í þessum efn-
um. Allt var þetta í örum vexti, en þá skall stríðið á. —
Ég skal varast að hefja á nýjan leik Jerímíasargrát yfir
hermdarverkum Þjóðverja og nazista í norskum skólum.
Ég verð aðeins að nefna eina af afleiðingum stríðsins, hús-
næðisskortinn, sem gætir einnig mikið á landsbyggðinni í
Noregi. Þetta neyðarástand kemur ekki aðeins niður á
fátækasta fólkinu, þótt það verði harðast úti. Fólki er
fyrirskipað að lögum að láta af hendi herbergi í íbúðum
sínum, og sumir taka af frjálsum vilja við ættingjum og
vinum, oft heilum fjölskyldum, á heimili sín. Þetta hefur
í för með sér ýmiss konar vandkvæði jafnvel í góðum
húsakynnum. Það er því óhætt að fullyrða, að húsnæðis-
skorturinn mæði hart á öllum þjóðfélagsstéttum. Mest bitn-
ar hann þó á börnum og unglingum, sem hafa hvergi frið
með heimavinnu sína eða leita meira út en áður vegna
ósamkomulags fullorðna fólksins. Verst er bó, að lítil von er
til þess, að úr þessum vandræðum rætist á næstunni. Eðli-
legar vinnu- og tómstundir barnanna fara að meira eða
minna leyti forgörðum vegna þessa ófremdarástands.