Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 6

Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 6
128 MENNTAMÁL heimalningur, honum komu hugmyndir miklu víðar að. Of langt yrði að þylja nöfn allra höfunda, sem Sigurður vitnaði til. Ég nefni aðeins nokkura, sem mér virtist hann hafa sérstakar mætur á, svo sem Ibsen, Brandes, Kierke- gaard, Carlyle, Stuart Mill, William James og Bertrand Russell að ógleymdum Goethe og Shakespeare. Heimspeki- leg viðhorf til vandamála lífsins eru ekki næsta tíð með íslendingum. Um þetta var Sigurður að sumu leyti óís- lenzkur maður. Afstaða hans til lífsköllunar sinnar var heimspekileg. Hún var honum æðri boðskapur, svik við þá köllun gat hann ekki leyft sér, og henni fórnaði hann allt af svo óvenjulegum heilindum, að honum mun jafnvel hafa verið talið til sérvizku. Ég hef stundum velt því fyrir mér, hvort þetta viðhorf muni að einhverju leyti hafa eflzt svo með honum fyrir áhrif frá Ibsen og Kierkegaard. Krafan „intet eller alt“ var ákaflega rík í huga hans. Hann komst oft að orði á þá lund, að sá, sem skiptir sér á milli margra verkefna, væri líkur vatnsrennsli, sem vætlaði fram í mörgum smákvíslum, þar yrði eng- inn stríður straumur eða strengur, ekkert samstillt afl eða þróttur til átaka. En hvers veganestis sem hann hefur aflað sér í einstökum atriðum á Hafnar- slóð, er það fullvíst, að menntun hans stóð djúpum rót- um í þeim greinum, sem hann lagði fyrir sig. Hann var húmanisti á Vesturlanda vísu, og munu fáir menn með vorri þjóð hafa komizt lengra á þeirri braut, jafnvel þótt honum gæfust að jafnaði aðeins stopul tækifæri til þess að iðka menntir sínar vegna erils og anna í starfi. Sigurður lauk meistaraprófi í norrænum fræðum 1910 og hvarf heim að því loknu. Gerðist hann stundakennari við menntaskólann, og síðar gegndi hann jafnframt föstu kennarastarfi við kennaraskólann (1911—1921). Það mun ekki hafa verið innsta þrá Sigurðar að leggja fyrir sig kennslu og skólastjórn, heldur að gerast rithöfundur um bókmenntaleg og heimspekileg efni. Þetta er þeim mun at-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.