Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 25
MENNTAMÁL
147
ist, hrapar í gjótur og gjár sjálfum sér og öðrum til lít-
illar ánægju. Og unga fólkið á mesta fífldirfsku. Á þessu
sumri er ferðazt meira um hálendi Noregs en nokkuru
sinni fyrr og dásamleg hressing er það að ferðast í fjalla-
kyrrðinni eftir drunga og myrkur vetrarins, erfiði, brauð-
strit og biðráðir. En hvernig er umhorfs á fjöllunum um
þessar mundir? Ferðalangarnir þreyta kapphlaup um að
komast að f jallaskálunum, þar standa þeir í biðröðum til að
komast inn, síðan standa þeir í biðröðum til að ná sér í
mat, og loks standa þeir í biðröðum til að hljóta hvílustað
á gólfinu! Þótt þessu sé ekki alls staðar svona farið, þá
sýnir þetta, að notkun frítímans er að verða skrípamynd
af því, sem vera ætti.
Vér, kennarar á Norðurlöndum, eigum hér mikið verk-
efni fyrir höndum, við verðum að stuðla að útgáfu alþýð-
legra fræðirita um Norðurlöndin og hina dýrlegu náttúru
þeirra og hvetja æskulýðinn til að athuga af alúð jurta-
lífið, dýralífið, jarðmyndanirnar, skógana, sléttlendið og
ströndina, þar sem brimótt hafið kveður töfrandi óð. Hér
er gnótt viðfangsefna, sem geta hrært huga og sál barna
og ungmenna, gefið tómstundum þeirra lífsgildi og látið
þeim í té margt til að glíma við á löngum og köldum vetr-
um. Það þarf að vekja hjá þeim innri þörf og þrá eftir að
kynnast undrum náttúrunnar, þá verða ferðalögin dásam-
leg ævintýri, sem endast þeim til uppörvunar langt fram
yfir líðandi stund.