Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 51
menntamál
173
SIGURÐUR GUNNARSSON skólastjóri:
Skógræktarstörf norskrar æsku.
i.
í för minni til Noregs
í sumar leitaðist ég við að
kynna mér sem bezt, hvern
þátt norskir nemendur og
norskur æskulýður yfir-
leitt á í hinu mikla skóg-
ræktarstarfi, sem árlega
fer fram þar í landi. Fýsti
mig mjög að kynnast því,
þar sem margir íslenzkir
kennarar hafa haft mik-
inn áhuga á hin síðari ár
að gera skógræktarstörf
að skyldunámi í íslenzkum
barna- og unglingaskólum.
Ég hafði heyrt því fleygt,
að Norðmenn treystu mjög
á æskuna í þessu upp-
byggingarstarfi og hefðu alllengi haft fasta skipan á
þeim málum. Taldi ég því líklegt, að við mundum eitt-
hvað geta af þeim lært. Reynslan sýndi, að ég varð heldur
ekki fyrir vonbrigðum.
Skipan sú, sem nú er á skógræktarmálum norskrar skóla-
æsku, er í stuttu máli þannig: í norskum skólalögum er
skógrækt ekki skyldunámsgrein. En þar er svo fyrir mælt,
að hver skóli megi ákveða sjálfur eftir aðstöðu og áhuga,
hvort hann kýs að gera hana að skyldunámsgrein eða
ekki. Nú er það svo, að norska þjóðin hefur mikinn áhuga
á skógræktarstörfum, a. m. k. mörg hin síðari ár. Fjöldi
Sigurður Gunnnrsson.