Menntamál - 01.12.1949, Page 51

Menntamál - 01.12.1949, Page 51
menntamál 173 SIGURÐUR GUNNARSSON skólastjóri: Skógræktarstörf norskrar æsku. i. í för minni til Noregs í sumar leitaðist ég við að kynna mér sem bezt, hvern þátt norskir nemendur og norskur æskulýður yfir- leitt á í hinu mikla skóg- ræktarstarfi, sem árlega fer fram þar í landi. Fýsti mig mjög að kynnast því, þar sem margir íslenzkir kennarar hafa haft mik- inn áhuga á hin síðari ár að gera skógræktarstörf að skyldunámi í íslenzkum barna- og unglingaskólum. Ég hafði heyrt því fleygt, að Norðmenn treystu mjög á æskuna í þessu upp- byggingarstarfi og hefðu alllengi haft fasta skipan á þeim málum. Taldi ég því líklegt, að við mundum eitt- hvað geta af þeim lært. Reynslan sýndi, að ég varð heldur ekki fyrir vonbrigðum. Skipan sú, sem nú er á skógræktarmálum norskrar skóla- æsku, er í stuttu máli þannig: í norskum skólalögum er skógrækt ekki skyldunámsgrein. En þar er svo fyrir mælt, að hver skóli megi ákveða sjálfur eftir aðstöðu og áhuga, hvort hann kýs að gera hana að skyldunámsgrein eða ekki. Nú er það svo, að norska þjóðin hefur mikinn áhuga á skógræktarstörfum, a. m. k. mörg hin síðari ár. Fjöldi Sigurður Gunnnrsson.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.