Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 69
menntamál
191
þessi efni: Frumsamdar bókmenntir á Esperanto, Bronté
systurnar og fæðingarstaður þeirra, fæðingarstaður
Shakespeares og leiklistarstarfsemi þar, Heklugosið síðasta
og þáttur eldgosa í íslenzku þjóðlífi, Gobelin verksmiðj-
urnar í París, enska skáldið Browning og húsmæðra-
fræðslu í Hollandi. Valdi nú allur þingheimur úr einn
fyrirlestur, og hlaut höfundur hans lárviðarsveig, svo sem
venja er til í skóla S. B. E. T.
Vil ég nú biðja lesendur að athuga, hvernig farið hefði
um framkvæmd þessarar ritgerðarsamkeppni, ef notuð
hefði verið einhver þjóðtungan. Ritgerðirnar voru eðlilega
að talsvert miklu leyti metnar eftir stíl, málgæðum og jafn-
vel framsögn. Hefðum við t. d. notað ensku, hefðu Bretar
haft miklum mun betra tækifæri til sigurs, auk þess sem
sumir frönsku kennararnir kunnu alls ekki ensku, en voru
vel færir í spönsku og kenndu hana í skólum sínum. Ná-
kvæmlega sama máli gegndi auðvitað um frönskuna og
hollenzku, og íslenzku þarf ekki að nefna í þessu sam-
bandi. Vona ég nú, að það sem ég sagði um nauðsyn esper-
antotungunnar í þessum skóla sé lesendum skiljanlegt og
ekki álitið órökstuddur áróður.
í þættinum: spurningar og svör, kenndi margra grasa,
þar eð fólk var yfirleitt forvitið um hvers annars hagi.
Það var þriggja manna ,,heilabrotanefnd“, sem um svörin
sá, en bauð áheyrendum að svara þar, sem þeir þóttu vita
betur. Spurningar, er ísland og íslendinga snertu voru:
Hver er í aðalatriðum munur á heimilislífi Frakka, Hol-
lendinga, íslendinga og Breta? Notkun heita vatnsins á
Islandi, og hvernig er háttað íslenzkum ættarnöfnum? Var
manni frá hverju landi boðið að svara og urðu nemendur
margs vísari.
Umræðuefnin hneigðust, eins og eðlilegt mátti teljast,
mest að kennslumálum og uppeldis. Þar á meðal voru:
Erindi um samband foreldra við skólana. Ensk skólastýra
reifaði málið og ræddi allmikið um hin s. n. foreldrafélög,