Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 32

Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 32
154 MENNTAMÁL stofnanir beztu kennsluaðferðir, sem nú þekkjast á þessu sviði. Kennslufræðileg sérmenntun kennaranna er eitt mikilvægasta skilyrðið fyrir því, að okkur takist að koma skólamáli afbrigðilegra barna í viðunancli horf. Einnig utan skólans er uppeldi afbrigðilegra barna vandasamara en svo, að þess megi vænta, að allur þorri foreldra leysi það vel af hendi hjálparlaust. Um margt þurfa þeir leiðbeininga við. En vaxandi félagsleg mannúð hefur ekki enn náð til afbrigðilegra barna hér á landi. Sjúklingar fá ókeypis læknishjálp, við sumum sjúkdóm- um jafnvel ótakmarkaða sjúkrahússvist. Sömu kröfu eiga afbrigðileg börn til uppeldis, sem þeim hæfi, að rannsökuð verði afbrigði þeirra, foreldrum veittar leiðbeiningar um meðferð þeirra og uppeldi, meðan þau dveljast heima, en þeim síðan tryggð vist á uppeldisheimilum eða í sérdeild- um skóla, svo sem drepið var á hér að framan. í framtíð- inni þarf að rísa upp sérstök rannsókna- og leiðbeininga- stofnun handa afbrigðilgeum börnum. Að lokum sé drepið á eitt atriði enn. Við þurfum meir en nú tíðkast að veita athvgli þeim hluta barnanna, sem fremur krefst líknarstarfs en uppeldis. Við þurfum að eignast ljúfari fórnarlund gagnvart þeim, sem skortir and- lega eða líkamlega heilbrigði. Við þurfum að rækta sanna mannúð í okkur sjálfum. Við þurfum að glæða hana 1 brjósti þeirrar kynslóðar, sem nú vex upp og á að erfa landið. Nú linnir ekki kvörtunum um skort á fólki, sem vilji hjúkra og þjóna sjúkum. Sængurkonur fá ekki hjálp um hálfs mánaðar skeið, og við borð liggur, að rúm sjúkra- húsanna nýtist ekki til fulls vegna skorts á starfsfólki. Þvílíkt ástand er þjóðinni til vansæmdar. Það er hrópandi vottur ábyrgðarleysis og ómenningar. Ef sá draumur skyldi einhvern tíma rætast, að fávita og örvita börnum verði reist sjúkrahús, hvar er þá liðið, sem taka vill að sér hið fórnarríka hjúkrunarstarf ? Fyrir því þarf að hugsa í tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.