Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 32
154
MENNTAMÁL
stofnanir beztu kennsluaðferðir, sem nú þekkjast á þessu
sviði. Kennslufræðileg sérmenntun kennaranna er eitt
mikilvægasta skilyrðið fyrir því, að okkur takist að koma
skólamáli afbrigðilegra barna í viðunancli horf.
Einnig utan skólans er uppeldi afbrigðilegra barna
vandasamara en svo, að þess megi vænta, að allur þorri
foreldra leysi það vel af hendi hjálparlaust. Um margt
þurfa þeir leiðbeininga við. En vaxandi félagsleg mannúð
hefur ekki enn náð til afbrigðilegra barna hér á landi.
Sjúklingar fá ókeypis læknishjálp, við sumum sjúkdóm-
um jafnvel ótakmarkaða sjúkrahússvist. Sömu kröfu eiga
afbrigðileg börn til uppeldis, sem þeim hæfi, að rannsökuð
verði afbrigði þeirra, foreldrum veittar leiðbeiningar um
meðferð þeirra og uppeldi, meðan þau dveljast heima, en
þeim síðan tryggð vist á uppeldisheimilum eða í sérdeild-
um skóla, svo sem drepið var á hér að framan. í framtíð-
inni þarf að rísa upp sérstök rannsókna- og leiðbeininga-
stofnun handa afbrigðilgeum börnum.
Að lokum sé drepið á eitt atriði enn. Við þurfum meir
en nú tíðkast að veita athvgli þeim hluta barnanna, sem
fremur krefst líknarstarfs en uppeldis. Við þurfum að
eignast ljúfari fórnarlund gagnvart þeim, sem skortir and-
lega eða líkamlega heilbrigði. Við þurfum að rækta sanna
mannúð í okkur sjálfum. Við þurfum að glæða hana 1
brjósti þeirrar kynslóðar, sem nú vex upp og á að erfa
landið. Nú linnir ekki kvörtunum um skort á fólki, sem
vilji hjúkra og þjóna sjúkum. Sængurkonur fá ekki hjálp
um hálfs mánaðar skeið, og við borð liggur, að rúm sjúkra-
húsanna nýtist ekki til fulls vegna skorts á starfsfólki.
Þvílíkt ástand er þjóðinni til vansæmdar. Það er hrópandi
vottur ábyrgðarleysis og ómenningar. Ef sá draumur
skyldi einhvern tíma rætast, að fávita og örvita börnum
verði reist sjúkrahús, hvar er þá liðið, sem taka vill að
sér hið fórnarríka hjúkrunarstarf ? Fyrir því þarf að
hugsa í tíma.