Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 54
176
MENNTAMÁL
um, hlýtur sú spurning að vakna, hvort við getum tekið
fordæmi þeirra okkur til fyrirmyndar. Ég fyrir mitt leyti
hika ekki við að segja, að við getum gert það og eigum
að gera það. Þar höfum við þá fyrirmynd, sem við eigum
að færa okkur í nyt í fyllsta mæli. — Til þessa hafa fáir
íslendingar haft þá trú, að skólabörn gætu nokkuð unnið
að gagni við skógræktarstörf. Kunnur æskulýðsleiðtogi og
áhugamaður um skógrækt hefur meira að segja látið í
ljós mikla vantrú sína á sliku starfi íslenzkrar æsku. Flest-
ir hafa sýnt því fullkomið tómlæti. Það eru helzt allmargir
barnakennarar og fáeinir aðrir áhugamenn, sem hafa látið
í ljós trú sína og traust á hinum ungu þegnum í þessum
efnum sem öðrum. — En hjá Norðmönnum höfum við
reynsluna, áþreifanlega og óhrekjandi, og ætti hún að geta
varðað veginn fyrir okkur. Vafalaust mun okkur ganga
eitthvað hægar í skógræktarstarfinu yfirleitt, meðal ann-
ars vegna skjólleysis og erfiðleika með friðun. En við meg-
um alveg fullkomlega treysta því, að góður árangur næst.
Mikilvæg reynsla í því efni er þegar fyrir hendi í landinu
sjálfu. Og þeim, er til þekkja, ber saman um, að hér séu á
margan hátt sízt verri skilyrði en í Noregi. T. d. muni ís-
lenzka moldin víða vera miklu frjórri, og höfum við Nor-
egsfarar allir þreifað á því fyrirbærí. Og þeir íslendingar,
sem komið hafa í stórvaxinn nytjaskóg, sem plantað var
af fíngerðum barnshöndum, hljóta að sannfærast um mátt
æskunnar til slíkra starfa. Og þeir hljóta jafnframt að þrá
sem fyrst komu þeirra vordaga, er skólaæska íslands hóp-
ast út í hina frjóu móa lands okkar til að framkvæma slík
stórvirki og slík þjóðnytjastörf.
III.
Hér hefur því verið slegið föstu, að skólaæskan okkar
geti unnið mikilvæg störf á sviði skógræktarinnar, ekki
síður en æskulýður Noregs. Og hér skal því jafnframt
slegið föstu, að það muni ekki standa á æskunni til slíkra