Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 10

Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 10
132 MENNTAMÁL nemenda, sem falin var umsjón, og aldrei varð ég var beinna afskipta hans af háttum mínum. Kunni ég því afar vel. Ég þekkti því ekki gjörla, hvernig hann tók á málum þeirra nemenda, sem hann þurfti að skipta sér af. Hitt vissi ég, að hann hafði oft þungar áhyggjur af málum þeirra, og hann vildi leiða þau til farsælla lykta bæði vegna þeirra sem einstaklinga og skólans sem stofnunar. Því kynntist ég ekki sízt, löngu eftir ég var farinn úr skóla, er hann átti löng símtöl við mig um slík mál, jafnvel á nætur- þeli. — Hann aðhylltist mjög þá skoðun, sem hann hafði aðallega kynnzt á lestri enskra uppeldisrita, að bezt væri og æskilegast að fela nemendum að stjórna málum sínum sjálfir. Þessari aðferð beitti hann mikið, og ég hygg, að annað verði ekki með sanni sagt en hún hafi gefizt honum vel. En sá þáttur í skólastjórn Sigurðar, sem við nemendur hans, velflestir að minnsta kosti, munum minnast lengst og þakka af heilum hug, er sú, mér liggur við segja dæma- lausa, föðurlega umhyggja, sem hann bar um hag okkar og heill. Við, sem dvöldumst þarna fjarri heimilum okkar í hálfgerðum einstæðingsskap og umkomuleysi, jafnvel þótt við bærum okkur mannalega, kunnum ekki sízt að meta þetta. Það yrðu löng skriftamál, ef við, nemendur Sigurðar, færum að telja fram allar velgerðir hans við okkur t. a. m. þeir, sem áttu við heilsubrest að stríða eða misstu föður eða móður, meðan þeir voru í skóla. En ég get ekki stillt mig um að segja sögu, sem nær til hvers- legra hluta. Söguna sagði mér skólasystir mín. Skólahátíð stóð fyrir dyrum. Skyldu nemendur tilkynna þátttöku sína fyrir fram, og höfðu allar stúlkurnar í 3. bekk gert það nema ein. Skólameistari fylgdist með þessu. Hann stefnir stúlkunni á sinn fund og innir hana eftir ástæðum til þeirr- ar hlédrægni. Stúlkan kveðst engan kjólinn eiga, sem hæfi slíku samkvæmi. Býðst hann þá til að lána henni fyrir honum. Svona var hugulsemi hans alls staðar nálæg. Og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.