Menntamál - 01.12.1949, Page 10

Menntamál - 01.12.1949, Page 10
132 MENNTAMÁL nemenda, sem falin var umsjón, og aldrei varð ég var beinna afskipta hans af háttum mínum. Kunni ég því afar vel. Ég þekkti því ekki gjörla, hvernig hann tók á málum þeirra nemenda, sem hann þurfti að skipta sér af. Hitt vissi ég, að hann hafði oft þungar áhyggjur af málum þeirra, og hann vildi leiða þau til farsælla lykta bæði vegna þeirra sem einstaklinga og skólans sem stofnunar. Því kynntist ég ekki sízt, löngu eftir ég var farinn úr skóla, er hann átti löng símtöl við mig um slík mál, jafnvel á nætur- þeli. — Hann aðhylltist mjög þá skoðun, sem hann hafði aðallega kynnzt á lestri enskra uppeldisrita, að bezt væri og æskilegast að fela nemendum að stjórna málum sínum sjálfir. Þessari aðferð beitti hann mikið, og ég hygg, að annað verði ekki með sanni sagt en hún hafi gefizt honum vel. En sá þáttur í skólastjórn Sigurðar, sem við nemendur hans, velflestir að minnsta kosti, munum minnast lengst og þakka af heilum hug, er sú, mér liggur við segja dæma- lausa, föðurlega umhyggja, sem hann bar um hag okkar og heill. Við, sem dvöldumst þarna fjarri heimilum okkar í hálfgerðum einstæðingsskap og umkomuleysi, jafnvel þótt við bærum okkur mannalega, kunnum ekki sízt að meta þetta. Það yrðu löng skriftamál, ef við, nemendur Sigurðar, færum að telja fram allar velgerðir hans við okkur t. a. m. þeir, sem áttu við heilsubrest að stríða eða misstu föður eða móður, meðan þeir voru í skóla. En ég get ekki stillt mig um að segja sögu, sem nær til hvers- legra hluta. Söguna sagði mér skólasystir mín. Skólahátíð stóð fyrir dyrum. Skyldu nemendur tilkynna þátttöku sína fyrir fram, og höfðu allar stúlkurnar í 3. bekk gert það nema ein. Skólameistari fylgdist með þessu. Hann stefnir stúlkunni á sinn fund og innir hana eftir ástæðum til þeirr- ar hlédrægni. Stúlkan kveðst engan kjólinn eiga, sem hæfi slíku samkvæmi. Býðst hann þá til að lána henni fyrir honum. Svona var hugulsemi hans alls staðar nálæg. Og

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.