Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 12

Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 12
134 MENNTAMÁL hlutverk. En meðan við eigum jafnlítinn kost rannsókna á vandamálum þjóðfélagsins, verðum við að beita því eina tæki, sem til er, hugsuninni, og hlutverk hennar verður ætíð mikið og göfugt. Vel getur svo farið, að fyllri þekking eigi eftir að sýna okkur aðrar niðurstöður í einhverjum greinum en Sigurður komst að í ályktunum sínum. Hygg ég samt, að andleg fangbrögð, sem hann þreytti við ýmis vandamál mannlífsins, verði lengi talin athyglisverð meðal þroskaðra manna. Ég nefni eitt dæmi. Misskilningurinn mikli (skólaslitaræða 1929) fjallar um eina meiri háttar þjóðlygi, sem reynt var að innræta minni kynslóð á æsku- skeiði af fullkomnu blygðunarleysi. Ég trúi vart, að þeir, sem kynnt hafa sér þá ræðu, flytji þann boðskap jafnkinn- roðalaust eftir sem áður. Um athuganir Sigurðar á skáldskap og öðrum bókmennt- um þjóðarinnar fer ég ekki mörgum orðum, þar eð ég þyk- ist vita, að mér miklu fróðari menn muni um véla. Þó hef ég ákveðinn grun um það, að þessi þáttur í störfum hans sé harla merkilegur. Og eitt vil ég segja: Mér virðist ég aldrei hafa kynnzt manni, sem lesið hefur bókmenntir af annarri eins reginathygli. Einn þáttur í ritstörfum Sigurðar eru mannaminnin. Þau voru honum ákaflega hugstætt viðfangsefni. Rök mannlífsins voru honum æ það furðuverk veraldar, sem honum varð starsýnst á. Samúð hans með mönnum (og raunar andúð líka) var hyldjúp, og áhugi hans á öllum þeirra háttum var sívakandi. Eftirmæli hans eiga meiri mannþekkingu að geyma en við eigum að venjast um slík- ar ritsmíðar. Hann hafði líka gert sér ljós vinnubrögð góðra höfunda um þau efni. Ég heyrði hann stundum dáðst að snilli Brandess í mannlýsingum og skýra, í hverju hún var fólgin. 1 öllum ritum Sigurðar gætir furðulegrar orðkynngi og mikilla og persónulegra tilþrifa í stíl. Sérkennilegri stíl getur varla, enda vart einstæðari mann. Stíllinn var bein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.