Menntamál - 01.12.1949, Page 12

Menntamál - 01.12.1949, Page 12
134 MENNTAMÁL hlutverk. En meðan við eigum jafnlítinn kost rannsókna á vandamálum þjóðfélagsins, verðum við að beita því eina tæki, sem til er, hugsuninni, og hlutverk hennar verður ætíð mikið og göfugt. Vel getur svo farið, að fyllri þekking eigi eftir að sýna okkur aðrar niðurstöður í einhverjum greinum en Sigurður komst að í ályktunum sínum. Hygg ég samt, að andleg fangbrögð, sem hann þreytti við ýmis vandamál mannlífsins, verði lengi talin athyglisverð meðal þroskaðra manna. Ég nefni eitt dæmi. Misskilningurinn mikli (skólaslitaræða 1929) fjallar um eina meiri háttar þjóðlygi, sem reynt var að innræta minni kynslóð á æsku- skeiði af fullkomnu blygðunarleysi. Ég trúi vart, að þeir, sem kynnt hafa sér þá ræðu, flytji þann boðskap jafnkinn- roðalaust eftir sem áður. Um athuganir Sigurðar á skáldskap og öðrum bókmennt- um þjóðarinnar fer ég ekki mörgum orðum, þar eð ég þyk- ist vita, að mér miklu fróðari menn muni um véla. Þó hef ég ákveðinn grun um það, að þessi þáttur í störfum hans sé harla merkilegur. Og eitt vil ég segja: Mér virðist ég aldrei hafa kynnzt manni, sem lesið hefur bókmenntir af annarri eins reginathygli. Einn þáttur í ritstörfum Sigurðar eru mannaminnin. Þau voru honum ákaflega hugstætt viðfangsefni. Rök mannlífsins voru honum æ það furðuverk veraldar, sem honum varð starsýnst á. Samúð hans með mönnum (og raunar andúð líka) var hyldjúp, og áhugi hans á öllum þeirra háttum var sívakandi. Eftirmæli hans eiga meiri mannþekkingu að geyma en við eigum að venjast um slík- ar ritsmíðar. Hann hafði líka gert sér ljós vinnubrögð góðra höfunda um þau efni. Ég heyrði hann stundum dáðst að snilli Brandess í mannlýsingum og skýra, í hverju hún var fólgin. 1 öllum ritum Sigurðar gætir furðulegrar orðkynngi og mikilla og persónulegra tilþrifa í stíl. Sérkennilegri stíl getur varla, enda vart einstæðari mann. Stíllinn var bein

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.