Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 42
164
MENNTAMÁL
STEINGRÍMUR BENEDIKTSSON kennari:
Kristindómsfræðslan.
Framsöguerindi flutt á almennum kirkjufundi
31. október 19 U9.
1 útvarpserindi, sem ég flutti á síðastliðnu sumri um
kristindómsfræðsluna, rakti ég að nokkru sögu þessa máls
á okkar landi og sýndi fram á, hvernig kristinfræði var
aðalnámsgrein íslenzkrar fræðslu
fram um síðustu aldamót. Þetta
var mjög eðlilegt, þar sem kirkjan
var brautryðjandi alþýðufræðslunn-
ar, og kirkjunnar menn hafa ævin-
lega verið í fremstu röð þeirra, sem
unnið hafa að aukinni menntun
þjóðarinnar.
Ég vil á ný undirstrika þetta,
vegna þess að það virðast allir vera
sammála um þá staðreynd, að á þeim
árum, sem liðin eru af þessari öld,
hafi kristindómsþekkingu þjóðar-
innar stórhrakað. Þetta er því eftirtektarverðara, þegar
þess er gætt að einmitt á þessum sama tíma hefur þjóðin
eignazt yfirgripsmikil fræðslulög, menntaða kennarastétt,
almenna skólaskyldu og síbatnandi starfsskilyrði.
Orsakanna til þess hvernig farið hefur er þess vegna
ekki að leita í hinu ytra, heldur í andlegum straumhvörf-
um, sem verða þess valdandi, að hinum gamla grundvelli
er kippt undan fræðslustarfseminni, og er þá ekki að undra
þó að hin glæsta bygging riði í hörðum átökum líðandi
Sleingr. Benediktsson.