Menntamál - 01.12.1949, Page 42

Menntamál - 01.12.1949, Page 42
164 MENNTAMÁL STEINGRÍMUR BENEDIKTSSON kennari: Kristindómsfræðslan. Framsöguerindi flutt á almennum kirkjufundi 31. október 19 U9. 1 útvarpserindi, sem ég flutti á síðastliðnu sumri um kristindómsfræðsluna, rakti ég að nokkru sögu þessa máls á okkar landi og sýndi fram á, hvernig kristinfræði var aðalnámsgrein íslenzkrar fræðslu fram um síðustu aldamót. Þetta var mjög eðlilegt, þar sem kirkjan var brautryðjandi alþýðufræðslunn- ar, og kirkjunnar menn hafa ævin- lega verið í fremstu röð þeirra, sem unnið hafa að aukinni menntun þjóðarinnar. Ég vil á ný undirstrika þetta, vegna þess að það virðast allir vera sammála um þá staðreynd, að á þeim árum, sem liðin eru af þessari öld, hafi kristindómsþekkingu þjóðar- innar stórhrakað. Þetta er því eftirtektarverðara, þegar þess er gætt að einmitt á þessum sama tíma hefur þjóðin eignazt yfirgripsmikil fræðslulög, menntaða kennarastétt, almenna skólaskyldu og síbatnandi starfsskilyrði. Orsakanna til þess hvernig farið hefur er þess vegna ekki að leita í hinu ytra, heldur í andlegum straumhvörf- um, sem verða þess valdandi, að hinum gamla grundvelli er kippt undan fræðslustarfseminni, og er þá ekki að undra þó að hin glæsta bygging riði í hörðum átökum líðandi Sleingr. Benediktsson.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.