Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 14

Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 14
136 MENNTAMÁL umhverfi sitt. Og þegar veikindi eða annan vanda bar að höndum í heimavistinni, duldist engum, að skólinn átti umhyggjusama og örugga húsmóður. Þau frú Halldóra og Sigurður voru gefin saman í hjóna- band 28. apríl 1915. Þeim varð fimm barna auðið, sem á legg komust. Má af líkum ráða, hvílíkir foreldrar þau hafi verið, er þau auðsýndu vandalausum jafnmikla ástúð. Öll hafa börn þeirra hlotið góða menntun, öll lokið stúd- entsprófi. Elztur þeirra er Ólafur læknir, næst Þórunn gift í Englandi, þá Örlygur listmálari, Guðmundur lögfræð- ingur og Steingrímur, sem stundað hefur málanám. Sigurður lét af embætti um áramótin 1947—1948 og fluttist til Reykjavíkur á næsta vori. Var honum einkum hin síðari ár auðsýnd margs konar sæmd og viðurkenning, svo að hann mátti glöggt finna, að hið gagnmerka og þjóð- holla starf hans var að einhverju metið. Sumarið 1947 voru þau hjón heiðursgestir á landsmóti stúdenta. Akur- eyrarbær, kennarár og nemendur Menntaskólans þar héldu þeim samsæti og færðu þeim gjafir, áður en þau hurfu brott úr bænum. Og nemendur skólans frá ýmsum tímum tóku sig saman um að annast útgáfu á ritum hans. Áður höfðu komið út Heiðnar hugvekjur, gefnar út af Tónlistar- félagi Akureyrar, en á síðast liðnum vetri kom út Á sal fyrir forgöngu nemenda hans. Sigurður lézt að heimili sínu í Reykjavík aðfaranótt 10. nóv. s. 1. Banamein hans er talið hjartabilun. Hann fékk hægt andlát. ^ Hér hefur æviferill Sigurðar Guðmundssonar verið stutt- lega rakinn og tilraun gerð að lýsa störfum hans. Heildar- mynd af manninum sjálfum væri torveldara viðfangsefni. Lífsnautn hans og hugarraunir, efasemdir hans og sann- færing, samúð hans og andúð, hrifning hans og hneykslun eða með öðrum orðum öldurót sálarlífsins var meira háttar með honum en flestum mönnum öðrum. Er ég hug-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.