Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 41
menntamál
163
inn tvö ár. Úr nefndinni gengu þrír menn s. 1. sumar, Kín-
verji, Skoti og Kanadamaður. Þrír nýir voru kosnir í
þeirra stað, Indverji, Skoti og íslendingur, þ. e. greinarhöf-
undur. Höfum við þegar haldið tvo nefndarfundi og ákveð-
ið að nokkru dagskrá næsta þings og þingstaðinn, sem er
Ottawa, höfuðborg Kanada.
Á fundinum þegar tilkynnt var kjör nefndarmanna,
stóðum við upp og sögðum nokkur orð. Kvaðst ég taka
þetta kjör mitt sem virðingarvott við land mitt, sem hefði
verið með um myndun þessa kennarasambands frá upp-
hafi. Væri mér ljóst, að sambandið yrði að þróast sem
fyrst og bezt, ef það ætti að sanna tilverurétt sinn ótvírætt
fyrir öllum þjóðum. Sagði ég þingfulltrúa bera ábyrgð á
þessu kjöri mínu, sem hefði raunar valdið mér nokkurri
undrun. En hér eftir hvíldi ábyrgðin á mér, meðan ég
væri starfandi í sambandinu, að gera mitt bezta, og kvaðst
ég lofa því, enda væri mér fyllilega ljós nauðsyn þess, að
kennarar víðs vegar um jörð ynnu saman um margvísleg
málefni.
Mætti þetta greinarkorn, sem drepur aðeins á fátt eitt,
Verða lítil byrjun að því að fræða lesendur Menntamála
um starfsemi WOTP i náinni framtíð. Margir starfsmenn
sambandsins hafa þegar lagt á sig mikið starf af heilum
hjálparhug, sem er fyllilega vert að styðja.