Menntamál - 01.12.1949, Side 62

Menntamál - 01.12.1949, Side 62
184 MENNTAMÁL systur, sem eiga heima í Reykjavík um hátíðina.“ „Verður að hafa á honum sterkar gætur, því að hann sækist eftir að drepa sig af alefli." Niðurlag á þýddri smásögu hljóðar svona: „Og eftir að hafa dvalið þar (í Hollywood) eina klukkustund var hann trúlofaður hinni fögru Dorothy King, sem verður að skoð- ast eins konar met í ástamálum. Og þannig endar sagan. En ég verð bara að geta þess, að myndin sem um ræðir hefir konan mín teiknað, og til þess að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig ekki, að ég sendi ekki mynd til þeirra, sem kunna að fella ástarhug til hennar.“ — Svo mörg eru þau orð. Áður en ég skil við þetta mál, langar mig til að víkja stuttlega að vissum atriðum í íslenzku máli, sem þó mun ekki verða vinsælt hjá öllum að minnst sé á. Á ég hér við þéringar og mannanöfn. Það fyrnefnda er ekki nýtilkomið, en siðurinn að ,,þéra“ mun þó fremur hafa færzt í aukana á síðari tímum. I dönsku málfræðinni eftir Fr. Mikkelsen er komizt svo að orði, að Danir hafi tekið það upp eftir þýzkri fyrirmynd að nota De, Dem og Deres í ávörpum við eina persónu. Ekki er ólíklegt, að íslendingar hafi tekið siðinn upp eftir Dön- um. Með hliðsjón af þessu liggur nærri að segja, eins og Hannes Hafstein sagði um þerriblaðið með lítið breyttu orðalagi: „Frá Dönum og Þjóðverjum gæfan oss gaf þann gullvæga siðinn að þéra.“ Þér og yður er óeðlilegt mál í viðtali við einn mann. Fleirtölumerking fornafnanna veldur sífelldum ruglingi í orðalagi. Sögnin verður jafnan í fleirtölu, en fylgiorð henn- ar ýmist í eintölu eða fleirtölu. Auk þess bregður því stund- um fyrir í bókum að skiftast á þú, þig, þér og yður í sam- tölum sömu manna. Rithöfundurinn eða þýðandinn gleymir

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.