Menntamál - 01.12.1949, Page 7

Menntamál - 01.12.1949, Page 7
MENNTAMÁL 129 hyglisverðara sem Sigurður er sennilega almesti og snjall- asti kennari og jafnvel skólastjóri, sem þjóð vor hefur eign- azt. Hann sagði mér eitt sinn, að þegar hann hóf kennslu, hefði sér fundizt hann vankunnandi um allt, sem til þess starfs þurfti. Hann hafi jafnvel ekki kunnað málfræði að gagni. En það var ekki að skapi Sigurðar að káka við það, sem hann tók sér fyrir hendur. Hann varði miklum tíma og orku til að búa sig undir starfsgrein sína og aflaði sér rita um hana. Meðan Sigurður átti heima í Reykjavík hið fyrra sinn, stundaði hann ritstörf jafnframt kennslunni. Þá ritaði hann t. d. hina miklu ritgerð um Matthías áttræðan og grein sína um Gunnar á Hlíðarenda, sem mikla athygli vakti. Má hiklaust þá þegar telja hann einn þeirra manna, sem helzt sindraði af í andlegu lífi þjóðarinnar. Hann tók einnig nokkurn þátt í almennum málum. M. a. var hann formaður skólanefndar barnaskólans. Leynir sér ekki í fundargerðum skólanefndarinnar, að þar var kominn nýr maður, maður, sem undi ekki lognmollu eða kyrrstöðubrag. Hans naut þar að vísu skammt, en það stóð gustur af til- komu hans, og sá gustur virðist hafa blásið talsverðum lífs- anda í skólahald höfuðstaðarins. Árið 1921 verða þáttaskipti í lífi Sigurðar Guðmunds- sonar. Hann gerist skólameistari Gagnfræðaskólans á Ak- ureyri, og við það starf mun hann jafnan verða kenndur. Ef ég man rétt, komst hann eitt sinn að orði á þá lund, að það hafi verið furðuleg ráðabreytni, að hann skyldi verða skólameistari þar gegn vilja ráðherrans, sem veitti stöð- una, og gegn sjálfs sín vilja. Og baráttulaust var sú ákvörð- un eigi tekin. Hann óttaðist, að þá yrði hann á bak að sjá þeim óskadraumi, sem hann hafði jafnan alið með sér, að gerast rithöfundur. En Sigurður gekk ekki hálfvolgur eða tvískiptur að þessu starfi, er hann hafði tekið það að sér, og hann dreymdi þar einnig drauma. Hann ætlaði sér að leiða menntaskólamálið til sigurs. Mun ýmsum hafa

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.