Menntamál


Menntamál - 01.06.1955, Side 19

Menntamál - 01.06.1955, Side 19
MENNTAMÁL 81 áður en það velur sér endanlegt viðfangsefni. Þess vegna tel ég, að verknámið eigi ekki að stefna að því frá upp- hafi að gera hvern nemanda fleygan og færan í einni starfsgrein. Leitin á einnig rétt á sér. Hins vegar dregur að því, að taka þurfi fyrir tiltekin og alvarleg verkefni. Og það er líka gert á hinum síðari stigum námsins. Ég vil ekki gera lítið úr verkkunnáttu nemenda í verknáms- deildum gagnfræðaskóla, þar sem skást er búið að slíku námi. Hún samsvarar að vísu hvergi nærri meistararétt- indum, en hún er gagnleg samt. Hann er ekki lítilsvirði sá undirbúningur, sem stúlkur fá þar til heimilisstarfa, bæði í saumum, þjónustubrögðum og matreiðslu. Og ekki höfum við efni á því að láta eintóma iðnlærða menn fást við vélar, en vafalaust er betra, að þeir, sem við slík tæki fást hafi fengið einhver kynni af þeim og leiðbeiningar um hirðingu þeirra. Vélar eru dýrir gripir, og þjóðhagslegt tjón hlýzt af, ef gæzlu þeirra er ábótavant. Verknám gagnfræðaskólanna á í þessu efni miklu hlutverki að gegna. Smíðakunnátta er einnig til margra hluta nytsamleg, þótt iðnréttindi fylgi henni ekki. Nú á tímum verða venjulegir menn mjög til vinnu sjálfra sín að grípa, ef þeim á að vera kleift að koma sér upp þaki yfir höfuð. Enn frem- ur má minna á það, að viðgerðir á heimilum geta orðið dýrt spaug, ef alltaf þarf að kaupa iðnlærða menn til þeirra verka. Það er ekki á allra færi. Ég hefi nú nefnt nokkur dæmi um það gagn, sem af almennri verkkunnáttu má hljótast. Sá manndómur, sem unglingum vex við það að læra verk, er einnig mikils virði. Og betra er foreldrum að vita börn sín við slíka iðju en sjá þau rangla aðgerðarlaus hafandi ekkert mark og mið. Jafnvel þótt verknámið væri ekki annað en tómstunda- iðja, væri það ekki einskis nýtt. En þess er ekki að dyljast, að verknámið er dýrt. Og það er miklum erfiðleikum bundið fyrir fámenn byggðar- lög og bæi að hafa mikla fjölbreytni í því. Reynslan hefir 6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.