Menntamál - 01.06.1955, Qupperneq 103
MENNTAMÁL
165
skólum og öðrum framhaldsskólum, allt annað eru auka-
atriði.
Oft heyrist, að einhverjir séu „kennarar af guðs náð“.
Fyrr á tímum var einnig talað um lækna af svipaðri náð.
Nú heyrist aldrei talað um, að aðrir séu læknar en þeir, sem
lært hafa læknisfræði. Menn geta ekki einu sinni verið
prestar „af guðs náð“ einni saman, heldur verða þeir að
læra sérlega vel á veraldlega vísu til þess starfa. Þetta ætti
að nægja til þess að sýna, að menn munu varla heldur verða
framúrskarandi kennarar, nema þeir kynni sér helztu at-
riði uppeldisfræði, kennsluaðferðir og reyni yfirleitt að
læra af reynslu eldri kynslóða og nota það, sem bezt hentar.
Ég vil að lokum vekja athygli á tveimur mismunandi
kennsluaðferðum, enda þótt margar aðrar geti verið þeim
jafngóðar.
Sú aðferð, sem hefur átt mestum vinsældum að fagna í
framhaldsskólum á Norðurlöndum, er bekkjarkennsla, þar
sem nemendur eru látnir fást við óþekkt eða lítt þekkt
viðfangsefni undir leiðsögn kennarans. Nemendur eiga að
nota það, sem þeir hafa áður lært og skilið, til þess að
brjóta ný viðfangsefni til mergjar og þannig koll af kolli.
Oft er svo skotið inn skuggamyndum, kvikmyndum eða
sýningarmunum til þess að skýra enn betur einstök atriði.
Vandinn við slíka kennslu er, að nemendur finni skýring-
arnar sjálfir, en kennarinn gefi ekki lausnina, heldur að-
eins beini nem. á rétta leið. Þá er mikils vert, að allir í
bekknum séu samtaka um að leita að úrlausninni, svo að
enginn verði útundan, og verður kennarinn því að hafa
mjög gott vald á deildinni. Það dugar ekki, að einn eða
tveir nem. vinni, en hinir sitji og hálfsofi. Heimavinna er
svo í því fólgin að festa sér í minni þær staðreyndir og
niðurstöður, sem fengust í kennslustundinni, og mun víð-
ast varið 10—15 mín. framan af kennslustund til þess að
ganga úr skugga um, að þessi atriði hafi verið lærð. Ég
set hér nokkur dæmi, valin af handahófi, til þess að gefa