Menntamál - 01.08.1965, Síða 54
MENNTAMÁL
164
en annars er tónninn venjulega hnígandi í niðurlagi máls-
greinar.
Með athugun á talmálinu má einnig komast að raun um,
livar eðlilegt er að hafa þögn eða viðdvöl í lestri. Orðin
skipast saman í liópa og ef þeim er sundrað, fer merkingin
forgörðum. Hverjum manni er eðlilegtað nota þagnir í máli
sínu, er hann talar, og því er athugun þagna í lesmáli nauð-
synlegur undirbúningur flutnings. Börn verða að fá æfingu
í þessu. Með upplestri getur kennarinn hjálpað þeim til að
rannsaka textann með tilliti til þagna og síðan æft þau, t. d.
með kórlestri. Eyrað þarfnast þjálfunar, en síðar meir á
þeim að verða tamt að finna hlé í máli, þótt lesið sé í hljóði.
Mj(")g er það undir lestrarleikni barnanna komið, hversu
þeim tekst að hafa viðdvöl í lestri eftir efni. Því stirðlæsara
sem barnið er, þeim mun óöruggara er það að sjálfsögðu.
En hraðlæsum börnum á að ganga þetta greiðlega, þótt í
þessu efni verði ekki gerðar kröfur um fullkommm fremur
en í öðrum greinum barnafræðslunnar. Greinarmerki veita
hér mikinn stuðning, en leysa ekki vandann, því að komm-
an er ekki lestrarmerki nema að nokkru leyti eftir núgild-
andi reglum um merkjasetningu. Kennarar mega því ekki
venja nemendur á þagnir samkvæmt henni, heldur leitast
við að glæða skilning þeirra á greiningu textans samkvæmt
því, sem sagt var hér að framan.
Þau atriði, sem hér hafa verið rædd, miða öll að því að
gæða lestur barnanna lífi og tilfinningu. Þess skyldi gætt að
þreyta börnin ekki með þeim, heldur taka þau fyrir stutta
stund í einu. Auk þess hljóta þau sífellt að koma til greina
í lestraræfingunum, eftir því sem textinn gefur tilefni til.
Við athuganir á lesmálinu komast nemendurnir smám sam-
an að raun um, að sama efni má flytja með ýmsum hætti,
en þau leitast við að finna þann lestrarhátt, sem hæfir efn
inu bezt og leiðir það skýrast í ljós, sem þeim virðist hafa
vakað lyrir höfundinum.
Lestraræf'ingar eru að mörgu leyti erfiðar í bekkjar-