Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Page 13

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Page 13
[ IÐUNN Um Galdra-Loft Jóhanns Sigurjónssonar. At leve er en kamp mecl trolde i pandens og brystets livœlv; at digte, det er at liolde dommedag ovcr sig selv. Hetirik Ibsen. Jóhann Sigurjónsson er dáinn. Með honum er sá maður í val fallinn, er bar merki íslenzkra skáld- menta hæst meðal erlendra þjóða. Enda hafði hann þegar á unga aldri einsett sér að komast upp á hæstu andans tinda. En honum fór líkt og mörgum fjallgöngumanninum, þeim er hirðir minna um sjálf- an sig og lífið en markið, sem hann hefir sett sér, að hann varð úti á miðri leið. Margir munu nú verða til þess að minnast Jó- hanns Sigurjónssonar og rita hans. En ég ætla að láta mér nægja að benda á það rita hans, sem ég hygg að hafi mest í sér fólgið af sjálfum honum og opnar oss því mesta innsýn i sálarlíf hans sjálfs. En þetta rit Jóhanns er — Galdra-Loftur. Þegar ég nú les Galdra-Loft — og ég les hann fremur á dönsku en íslenzku, því að ísl. textinn er, því miður, sýnu lakari en sá danski, — þá detta mér ósjálfrátt í hug vísuorðin: Pað eru myndir úr eigin lííi og allar bundnar við fossinn hvíta. Sálarlíf Jóhanns sjálfs var eins og hrynjanui foss. Hann var ákafamaður og ofurhugi og máttugur í öllu eðli sínu. Og þó mætti ef til vill fremur líkja honum við glóandi gíg, sem hafði í sér fólginn af-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.