Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Page 14

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Page 14
252 Ágúst H. Bjarnason: [IÐUNN skaplegan ástríðu-þunga og eldheitar óskir. Það er því ekki að áslæðulausu, að þetta rit hans nefnist á dönsku Óskin; því að óskir og eldheit þrá var meginásinn í sálarlífi Jóhanns. Einhver fiugufótur úr lífi Jóhanns sjálfs mun og vera fyrir ástamálunum í Galdra-Lofti. Annars mundi kona sú í leikritinu, sem mest ber á, Steinunn, ekki hafa á sér þann veruleikablæ, sem raun er á orðin. Þó skyldi enginn taka ástamál Lofts og Steinunnar sem sannsögulega lýsingu á ástamálum höf. Samt sem áður er Loftur annað og meira enn »en fri Fanlasi((, eins og segir í formálanum fyrir dönsku útgáfunni. Ég held ég megi fullyrða, að hann sé að sumu Ieyti andleg mynd af Jóhanni sjálfum á vissu skeiði lífs hans. Þetta ættu menn að hafa í huga, er þeir lesa eða horfa á leikinn. Hann mun þá verða þeim mun hugðnæmari og margt auðskildara í eðlisfari höf. sjálfs, ef menn taka vel eftir lýsingu hans á Lofti. Yrkisefni sitt í Loft sótti Jóhann eins og kunnugt er i samnefnda þjóðsögu. Einhver bezt sagða sagan og rammasta í Pjóðsög- um Jóns Árnasonar, þótt ekki sé hún beint fögur að efni til, er einmitt sagan af Galdra-Lofti eftir síra Skúla Gíslason á Stóra-Núpi (sbr. Þjóðsögur I, bls. 583). Loftur er eitthvert hið voldugasta yrkisefni ís- lenzkra þjóðsagna, einskonar íslenzkur Faust, sem aldrei vill láta sér neitt lynda, en stefnir sífelt hærra og hærra í viðleitni sinni og lífsbaráttu. Hann vill ekki láta stjóra sig niður í sömu sporum á miðri leið og gerir sig því sekan í ýmsu misjöfnu, einkum í kvennamálum. En aðal viðleitni hans er, eins og sagt var, í því fólgin, að komast hærra og hærra, öðlast máttinn til þess að sigra alt, jafnvel hið illa sjálft, og verða bæði góður og voldugur. Sagan ber þessa ljósastan vott.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.