Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Page 17

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Page 17
ÍÐUNN] Um Galdra-Loft. 255 saman berandi, þar sem hann segir: »0g í upphaíi var óskin!« (bls. 30). E*ví að hvað er það, sem vek- ur menn til starfs og dáða, ef það eru ekki þarfir manna, svo og óskirnar og hvatirnar, sem af þeim spretta? En óskirnar raska sálarfriðnum og tendra jafnvel eld ástríðnanna. Því sagði líka blindi maður- inn: »þegar ég lét af að óska, fékk ég frið i sálina«. Þessi blindi maður er nú fyrirrennari Lofts og skuggsjá. Hann hefir einnig verið fullur óska og girnda, þótt hann hafi nú loksins látið sefast. En Loftur er einmitt á því skeiðinu, að sál hans er þrungin af alls konar fýsnum og girndum, og svo mikill ástríðumaður er hann, að hann lætur sér aldrei segjast. Fyrst er það fegurð Steinunnar, sem heillar hann. Hann hálf-rænir lienni frá leikbróður sinum, Ólafi. En þegar hann er búinn að ná ástum hennar, þá er ást lians og girnd slokknuð, þrátt fyrir alt sálargöfgi hennar. Og einmitt þá minnir telpa blinda mannsins á biskupsdótturina, en það tendrar hjá honum nýja fýsn. Aðalóskin er þó sú að verða svo vitur og máttugur, að hann ráði við alt og alla, og því er það sjálf valdafýsnin, sem er dýpst í sálu hans. Jafnvel hin ákafa fróðleiksfýsn hans þjónar þessu markmiði; því að ekki getur hann orðið svo að segja allsvaldandi nema hann skilji tilveruna og þekki inn í instu taug! En er þá ekki valdafýsn Lofts líka tæki til einhvers annars, sem honum er enn meira í mun að ná? Og hvað skyldi það þá vera? — Vissulega er það ekki ástin lil Steinunnar, þessar- ar góðu og göfugu stúlku, sem skáldið skóp úr hin- um fátæklegu orðum þjóðsögunnar um vinnukon- una, er Loftur galdraði inn í vegginn. Honum finst meira að segja sem hún sé orðin Prándur í götu sinni og fer hann jafnvel að óská henni feigðar.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.