Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Side 18

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Side 18
256 Ágúst H. Bjarnason: [IÐUNN Eklci langar hann heldur til þess að lifa í ást og trúmensku með því að vinna fyrir konu og barni. Því neitar hann einmitt harðlega gagnvart Steinunni (bls. 29—30). »Nei«, segir hann — »mínar óskir eru voldugar og takmarkalausarcc. Er það þá Dísa, leiksystirin, sem hann er að hugsa um? Og elcki er nú það, nema svona rétt í bili. Honum finst raunar sem allar aðrar óskir sínar slolckni, er hún hefir játað honum ást sína. Finst honum þá um stund (bls. 76) sem hann geti felt sig við »að vera ófullkomin mannvera, sem verður að neyta allra krafta sinna til þess að vinna hvern lítinn sigur«. En það stendur ekki lengi; og von bráðar vill hann fá Dísu til þess að hjálpa sér með að koma fram heitasta ásetningi sínum. Er það þá biskupsmíturinn og biskupsvaldið, sem hann þráir? — Faðir hans þráir það af alhug honum til handa og segir, að hann hafi þegaf í æsku verið nefndur »bislcupinn litli«. Og ekki sé minna útlit fyrir þetta nú, þar sem hann sé talinn fremstur skólasveina og eigi að fá að framast erlendis að loknu námi sinu í skólanum. En Loftur segir sjálfur: »Metnaður minn og föður míns eiga engar leiðir saman« (bls. 25). En hvað er það þá? — Eigi að benda á hugsun þá, sem liggur til grund- vallar fyrir leikritinu, þá kemur hún að líkindum einna helzt í ljós í þessum orðum Lofts. L O f t U r [Pað er annarlegur logi [en fanalisk Glod] í svipn- um]: Við erum ekki nema skugginn af því verulega. Það verulega er ekki nema þau tvö völd: Það illa og það góða, svo og sálir þær, sem þau hafa skapað í sameiningu. Það illa stendur mönnunum nær, á sama hált og eldur jarðarinnar er nær okkur en sólin. — Það illa getur náð fullkomnun sinni — en

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.