Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Page 19
IÐUNN|
Um Galdra-Loft.
257
helzta löngun mannsins hlýtur að vera löng-
unin eftir því góðatí1) (bls. 85).
Og síðan segir hann, hryggur á svipinn, við Stein-
unni:
»Frá því ég fann, að ég hafði bundist þér, hneigð-
ist allur hugur minn meira og meira að myrkrinucc.
<bls. 86).
En hvernig getur hann nú sagt annað eins við
jafn-góða og göfuga sál og Steinunn er? Jú, hann
skýrir frá því á öðrum stað:
»Ég veit ekki hvort það er þín sök, en mér finst
ég eiga í baráttu við einhverja óumflýjanlega skyldu.
í*ú heimtar, að ég hugsi sí og æ um þig og fram-
tíðina, allar stundir dagsins. Ég verð þess var, þó
þú ekki nema litir inn í stofuna. Það er næstum því
orðið eins og ákæra nú upp á síðkastið. Ég get
naumast risið undir því lengur. Hugsanir mínar
verða að vera frjálsarcc (bls. 34).
Hér er nú ekki beint rétt að orði komist um, að
hugsanir hans séu ekki frjálsar, þær eru meira að
segja of-frjálsar, of taumlausar; heldur er það hitt,
að honum finst sem hann sé að liefta sig í tjóður-
bandi skyldunnar með því að bindast Steinunni,
að hann sé að stjóra sig niður í sömu sporum. En
heitasta þrá hans er einmitt að komast áfram og
npp á við.
Það er framgirnin, sem er sterkasla aflið í sálu
hans og svo — eigingirnin. Því þegar hann heyrir, að
Steinunn sé með barni, þá hugsar hann að eins um
sjálfan sig og verður að algerðu varmenni. Þá fer
hann að óska bæði stúlkunni og barninu feigðar
<bls. 95 o. s.).
En hvað er það þá, sem allur hugur hans stendur
til? —
1) Auðkent af mér.
Iðunn V.
17