Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Side 24

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Side 24
262 Leonard Merrick: IIÐUNN Svo að ég fór ekki. Og eftir mállíðina lagðist hann á legubekkinn og harmaði þau forlög, sem hefðu gert sig að rithöfundi. Salurinn var næsta herbergi við skrifstofu hans, og gegnum opnar dyr sá hann skrifborðið sitt — og ofurlítinn pappirsbunka, sem konan hans hafði Iagt fram handa honum, lampann, sem kveikt hafði verið á, og haug af vindlingnm. lig vissi, að hún gerði sér von um, að það mundi örva hann að sjá þetta, en bráðlega varð bersýnilegt, að hann var alveg hættur að hugsa um nokkura sögu. Hann talaði um leikarann Antoine i því nýja blul- verki, sem hann hafði fengið; um bók eftir Anatole France; um gamanleik á Parisiönu. Þá kvað við símabjalla i forstofunni, og frúin stóð upp til þess að svara. »Halló! Halló!« Hún kom ekki aftur. Þá varð þögn, og rétt á eftir tautaði hann fyrir munni sér: »Mér þætti gaman að vila, hvort nokkur ókunn- ugur maður hefir látið leiðast til þess að síma til mín söguefni!« »Hvað?« sagði ég. »Það er nokkuð brjálsemiskent, finst þér ekki? En einu sinni kom það fyrir — kvöldið var alveg eins og nú, alveg sama auðnin í huga mínum. Þetta er alveg salt! Út úr þögninni sagði kona mér yndis- lega sögu. Auðvilað hefi ég aldrei notað liana, og ég veit ekki heldur, hvort hún notaði hana sjálf; en ég hefi aldrei gleyml henni. Árum saman gat ég aldrei heyrt til símabjöllu, án þess að fara að skjálfa. — Jafnvel nú, þegar ég er seint á kvöldin við vinnu mína, tek ég eftir þvi, að ég er að vona að heyra rödd hennar«. »Var sagan svo dásamleg?« Hann leit snögt inn í skrifstofuna, eins og til þess að ganga úr skugga um, að konan hans hefði ekki farið þangað inn úr forstofunni.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.