Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Page 28

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Page 28
266 Leonard Merrick: [ IÐUNN hann hafði ver/ð vanur að kyssa. »Við hittumst aftur, elskan mín«, hvíslaði hún að honum; »það verður ósköp leiðinlegt í himnaríki, þangað til þú kemur. Mundu það, að ég bíð eftir þér og haltu nú trygð við mig. Ef ást þin til mín fölnar, þá muntu sjá, að lokkurinn minn fölnar líka«. Á hverjum degi stráði Páll, allan veturinn, blóm- um á leiðið hennar og grét. Og um vorið stráði hann blómum og andvarpaði. Og um sumarið kej'pti hann það af öðrum að strá blómum fyrir liann. Slundum, þegar hann leit á lokkinn dánu stúlkunn- ar, hélt hann að liann væri orðinn fölari en hann hafði verið. En nú leit hann svo sjaldan á hann, að honum veitti létt að telja sér trú um, að lionum skjátlaðist í þesu. IJá hitti hann konu, sem varð honum til yndis aftur; og vindurinn feykti visnuðum blómunum af leiði Rósamundu og skildi það eftir nakið. Einn dag fann kona Páls ofurlítinn böggul, sem gleymst hafði á skrifborðinu hans; hún opnaði hann með afbrýði, áður en hann gat aftrað því. Páll var hræddur um, að lienni mundi falla það illa, sem hún fékk nú að sjá og horfði á hana áhyggjuaugum. En á næsta augnabliki var hún farin að hlæja. »En sá aula- bárður ég er!« sagði hún. »Ég var hrædd um, að þetta mundi vera hár af einhverri stúlku, sem þú hefðir elskað !« Lokkurinn var snjóhvítur'. »Hún sagði þessa fjarstæðu-sögu sína«, mælti Noulens enn fremur, »með þeirri alvöru, sem ég get ekki látið koma fram í minni rödd, og hún hafði mjög mikil áhrif á mig. Eg sagði engin gagnrýniorð, og sló henni enga gullhamra; ég sagði blált áfram: »,Hver eruð þér?‘ »,t’að‘, sagði hún í viðvörunarróm, ,er spurning, sem þér megið ekki leggja fyrir mig. Jæja, leiðist yður enn?‘

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.