Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Page 32

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Page 32
270 Leonard Merrick: [IÐONi'í »,Við höfum aldrei talað saman, fyr en í gær- kvöldi; en ég hefi oft séð yður‘. w.Þér getið að minsta kosti, ekki verið með neinar ástæðulausar ímyndanir, sem reknar verði í útlegð. En hvað það er mikill léttir! kig heíi verið að reyna að tala eins og ég væri rómantiskur í framkomuí nú get ég verið eins og ég á að mér, úr því að þér vitið, hvernig ég er ásýndum*. »,Eg bíð þess með skelfingu, sem þér segið næst. Hver ósköpin á ég nú i vændum? Talið þér vægilega*. »,Jæja, svo að ég tali vægilega, þá ætla ég að segja yður það, að mér þykir mjög vænt um, að þér skylduð fá rangt númer í gærkveldi. Jafnframt íinn ég til nokkurrar þvingunar, örðugleika; ég get ekki talað hispurslaust við yður, ég get ekki verið alvar- fegur — það er eins og ég sé að sýna á mér and- litið, en að þér séuð með grímu1. »,Já, satt er það, ég skil yður‘, sagði hún. ,Og jafn- vel þó að ég færi að vinna eið að því, að ég væri þess ekki óverðug, að þér töluðuð hispurslaust við mig, þá munduð þér samt verða í vafa um mig, geri ég ráð fyrir*. »,Frú —‘. »,Ó, það er eðlilegt! Eg veit mjög vel, hvernig yður muni virðast ég vera‘, mælti hún; .einhver daðurdrós, með nýja dægradvöl á boðslólum — meira að segja, dónaleg daðurdrós, sem reynir að æsa athygli yðar með því að bregða yfir sig leyndar- dóms-blæju. En ég segi yður satt, mér er varnað þess að taka af mér grímuna. Gerið þér yður lélega hugmynd um mig, ef þér getið ekki hjá því koinist — ég hefi engan rétt til að kvarta undan því — en trúið þér þessu. Ég segi yður elcki, hvað ég heiti, blátt áfram af því, að ég má það ekki‘. »,Frú‘, svaraði ég, ,því fer svo fjarri, að ég ætli að neyða yður til að segja mér trúnaðarmál, að þér

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.