Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Page 41
iðunn] Guðsþjónusta í musteri hugsjónanna. 279
kynni að fara, að Þýzkaland yrði að fullu brotið á
bak aftur. í júni 1916 skrifaði ég:
»Fari svo, að styrjöldin endi með algerðri tortím-
ing annars hvors styrjaldaraðiljanna, hlýtur hún, að
þvi er hezt verður séð, að vara nokkur ár enn. En
þá hefir Evrópa eytt öllum þeim höfuðstól, sem hún
á í handbæru fé, og afleiðingarnar verða miklum
mun meiri bágindi og hörmungar en ófriðurinn
þegar hefir valdið.«
Það, sem hér var spáð, hefir nákvæmlega ræzt.
En þegar Ameríka skar upp herör til þátttöku í
styrjöldinni, breyttusl styrkleikahlutföllin með öllu.
Ameríka vann ófriðinn, hversu svo sem Bandamönn-
um hennar og ýmsum hlutleysingjum fellur nær um
trega að minnast þess.
2.
Heimskan er veraldarinnar þriðja »Internationale.«
Á svipaðan hátt sem auður fjár og dýpsta fá-
tækt koma af stað alþjóða samböndum, fer heimskan
einnig með völd meðal allra þjóða. Það er t. d. eng-
inn sjáanlegur munur á norskri og danskri heimsku
eða á sænskri og norskri. Hún veit ævinlega alt betur
en aðrir. Þeim yndisleika er hún gædd, að hún ber
hvarvetna sömu einkennin: sjálfsánægjuna og áber-
andi þroskaleysi í því að skilja. Ánægjan yfir því
að gera sig gleiðan á kostnað annara á og alstaðar
eiðsvarinn bandamann, þar sem er gleðin yfir því
að niðra náunganum og hæla sjálfum sér af lítillæli
hjartans’; þrífst hyski þetta bezt að húsabaki í híbýl-
um stertimensku og imyndaðrar stórmensku.
Það eitt, að einhver veit eitthvað, getur eitthvað,
vill eitthvað, er móðgun við smámenni þessi. Eink-
um er það venja, ríkjandi á Norðurlöndum, að smá-
sálir geri veður út af smámunum, sem allir dagfars-
betri kjánar og klaufar, lyddur og loddarar ætíð hafa