Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Page 44

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Page 44
282 Georg Brandes: ] IÐUNN anna. Tveir drengir og stúlka nokkur gerast tals- menn þjóðfélagslegra umbóta. Drengirnir eru dæmdir í 20 ára betrunarhússvinnu og stúlkan 10 ára, og þjóðin hreyíir alls engum mótmælum við dómnum. Á mestu skelfingartímum keisaraveldisins rússneska mundu drengir þessir hafa verið dæmdir í 3—4 ára fangelsi og stúlkan 1 árs. Fær þelta mann næstuin til að örvænta um menninguna, að Ameríkumenn skuli svo góðlátlega þola jafn viðbjóðslega harðstjórn í refsidómum og raun ber vitni«. Það hefir síður en svo verið hörgull á gleiðgosum í dönsku blöðunum, sem hafa afvegaleitt fáfróða les- endur með því að telja þeim trú um, að frásagnir mínar urn ástandið væru hlægilegur uppspuni. Menn lesi einungis, hversu Bernhard Shaw farast orð um þetta í júlí-hefti áðurnefnds tímarits: »Þér megið skila því frá mér til Ameríkumanna, að þeir hafi alvarlega hnekt trúnni á lýðveldi í veröldinni með skammarlegum afturköllunum, þegar við fyrsta skotið, á öllu því frelsi, sem sjálfstæðisyfirlýsingin á sínum tíma hafði lýst yfir. Þegar þeir hófust handa með því að dæma hers- höfðingja einn, sem var í George Washingtons félagi nokkru, í ævilangt fangelsi, og létu þar næst dynja yfir kærur fyrir dómstólunum í stórum stíl, sem náðu hámarki sínu með hinum hlægilega dómi yfir Eugene Debs (10 ára betrunarhús), þá svívirtu þeir land sitt, gerðu Wilson skömm og fengu Þýzkalandi gögn í hendur til að sanna réttarfarslega yfirburði sína. Þýzkaland hafði þolað Liebknecht, yfirlýstan landráðainanninn, ótrúlega lengi, áður en það loks dæmdi hann í 4 ára betrunarhús; það gat þá mcð réttu haldið því fram, að jafnvel á tímum keisara- stjórnarinnar hafi það átt ríflegra frelsi að fagna en Bandaríkin með sinni marglofuðu lýðsljórn. Sem lýð- veldissinni skammast ég mín vegna ameríksku föður-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.