Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Page 61
IÐUNN1
Svikamylla dýrtíðarinnar.
299
dugleg, að hún sæi við lekanum og setti undir hann
í tíma. Hún setti að vísu verðlagsnefnd á laggirnar
og bjó til pappírslög, og í þeim voru jmis gífurleg
hegningarákvæði, er lágu við því, ef lögin yrðu
brotin. En það sem skorti til þess að framfylgja Iög-
unum, var löghlýðnin — bannlögin voru búin að
sjá fyrir henni — og úr því henni var ekki lergur
til að dreifa, öflugt lögregluvald með betrunarhús í
baksýn, ef út af væri brugðið. Og svo láðist lands-
sljórn og verðlagsnefnd að gefa út lög og reglur um
það, sem mestu skiftir, að menn mættu ekki reikna
sér nema ákveðið hundraðsgjald i arð af vöru sinni.
Raunar segja menn, að heildsölum hafi verið til-
kynt, að þeir mættu ekki reikna sér nema 12°/o í
arð. En hafi þetta verið gert, þá liefir þetta verið að
engu haft og landsstjórninni til skammar að fram-
fylgja því ekki. Vel hefði mátt leyfa stórsölum að
reikna sér nokkuð hærra hundraðsgjald, en svo átti
landsstjórn að ganga eftir því lilífðarlaust að þessu
væri sint, með því að skylda menn til að leggja fram
frumreikninga um kostnað allan, og ef þeir reyndust
falsaðir, þá — fésektir! Hefði þessu verið framfylgt ein-
arðlega og vel, þá hefði okrið hjá öllum stéttum hér
á landi orðið minna en raun er á orðin og sumir
hefðu þá ef til vill haft hægra um sig en þeir hafa gert.
En við áttum nú ekki slíkri röggseini hjá stjórn
og þingi að fagna. Og verðlagsnefndin varð til háð-
ungar, bæði af því að hún þorði ekki að gæta sjálf-
sagðrar skyldu sinnar um að hafa nægilegan hemil
á verðlaginu og líka af því, að hana skortir máttinn
til þessa, — hún hafði ekki neitt öflugt refsivald að
bakhjarli. Því fór sem fór og fer enn, að dýrlíðin fer
sívaxandi og hver ætlar annan lifandi að drepa. En
hér sem annarsstaðar hefði þurft að sýna verstu
okrurunum í tvo heimana.
Auðvilað er dýrtiðin hér á landi sem annarsstaðar