Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Side 64

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Side 64
302 Svipall: IIÐUNN banna svo gegn körðum refsingum að selja vöru af því tæi nema hún væri með merkjum þessum. Þá yrðu þeir, er verzluðu með þessar vörutegundir, að kaupa alt þelta hjá landsverzluninni og hún gæti reiknað landinu hæfilegan arð af vörum þessum, er næmi jafnvel meiru en kolaálagið og annar gróði, er landið hefir haft undanfarin ár af verzlun sinni. Tií mála gæti komið að einoka þannig lleiri ónauðsynja- vörur, en það mundi ekki á neinri hátt hnekkja framleiðslunni í landinu. Eg býst nú ekki við, að þetLa nái fram að ganga fremur en aðrar uppástungur, er til umbóta liorfa. En seljum þá svo, að lialdið verði áfram að íþyngja sjávarútveginum þannig, að hann svari ekki kostnaði. Með hverju á þá að borga erlendu vöruna? Ekki hrökkva landafurðirnar nándar nærri til þessa. En eru þá til nægir peningar í landinu eða aðrar vörur, ef útveginum hrakar? Ekki nándar nærri og því sizt til margra ára. Gullforða bankanna heíir verið leyfl að rýra, einmilt þegar átti að auka hann. Gull og silfur dregst nú út úr landinu og það mest- an part fyrir ónauðsynjavöru og liill og þetla skran, sem ungir og óráðnir stórsalar eru að hrúga inn í landið. En þeir spretla nú upp eins og gorkúlur og fá eldri menn og fjáðari til þess að ábyrgjast fyrir sig fjárhæðir í bönkunum lil lúkningar á öllum þess- um óþarfa. En óhóf og eyðslusemi almennings er farin að keyra úr hófi fram. Ekki þarf að nefna nema stærsta óþarfann, skemtibílana og benzínið, sem alt eða mestalt fer í leik og reyk og til þess að skemma vegi landsins, er þó voru nógu vondir fyrir. Og reiðinnar ósköp fara í annan óþarfa, l. d. tóbak og vínföng. En því meiru sem landsmenn 'eyða í þelta, því meir draga þeir frá framleiðslunni og þvi siður verður bæði landið og einstakir menn færir um að greiða það, sem þeim ber að gjalda.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.