Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Side 69

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Side 69
ÍÐUNN] Ritsjá 307 skyldar hvor annari, að þær sóma sér naumast hvor í annarar búningi. Okkur finst t. d. æði skrítið íslendingum að sjá »Elgömlu ísafold« á wdönskum húningia og vafamál hvort þýða hefði átt það kvæði vegna Dana sjálfra. En alt er þetta í góðri meiningu gert, og því ber oss að flytja þeim, sem að þessu liafa staðið, kærar þakkir fyrir. Páll Eggert Ólason: Jón Arason (doktorsritgerð). þetta er fyrsta doktorsritgerðin, sem út liefir komið á íslandi og varin hefir verið við íslenzkan háskóla. Ritið er bæði stórt og myndarlegt, fullar 450 bls. að stærð, og þó að eins fyrsti þáttur mikils ritverks um siðaskiftalímana og bókmentir þeirra. Hér er þvi all-myndarlega af stað farið. Málið á bókinni er gott, þótt nokkuð sé stillinn lang- dreginn með köflum. En um sjálfa meðferð efnisins er það að segja, að ritið er ekki laust við óþarfa endurtekningar og hálf-leiðinlegar upptalningar, eins og t. d. í kallanum um jarðakaup Jóns Arasonar og víðar. Ymislegt mun þó leiðrétt af því, er eldri sagnaritarar hafa lialdið fram og yfirleitt gætir mikils sjálfstæðis hjá höf. En tilfinnanlegasti gallinn virðist mér sá, að hér er of fljótt yfir sögu farið og sumstaðar ekki lagst nógu djúpt til þess að fá sem skýrasta og réttasta mynd af söguhetjunni. Jón Arason heíir verið stórbrotinn maður, en ekki göfugur að eðlis- fari og óvíst, hvort tóm trúareinlægni hefir knúð hann til að halda fast við hinn gamla sið. Eða því hreyl'ði liann sig ekki til neins, meðan Gizur biskup lifði? Samt sem áður varð liann málsvari lands og þjóðar gegn konungs- valdinu og varð vel við dauða sinum, og því inegum vér íslendingar tigna hann. Hann var vikingssál í biskups- skrúða. Á. H. D. Jón J. Aðils: Einokunarverzlun Dana á íslandi 1602—1787. Útgefandi: Verzlunarráð fslands. Reykja- vik 1919. í inngangi þessa mikla rits skýrir höf. stuttlega frá verzl- un Hansastaða hér við land og samkeppni þeirra og skær- um við Englendinga og því næst frá viðleitni Danakonunga að stemma stigu fyrir verzlun hvorratveggja og draga hana

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.